Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. febrúar 2025 22:35 Ísraelskir skriðdrekar á leið inn á Vesturbakkann. Ísraelar ætla að halda herliði sínu á Gasa að minnsta kosti út árið. AP Ísrael hefur sent skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í meira en tuttugu ár. Varnarmálaráðherra Ísrael sagði að ísraelskt herlið verði þar að minnsta kosti út árið og að þeir fjörutíu þúsund Palestínumenn sem hafa flúið heimili sín fái ekki að snúa aftur. Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Palestínsk yfirvöld hafa lýst aðgerðum Ísraela sem „hættulegri stigmögnun“ á ástandinu. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði að kvíarnar verði færðar út á Vesturbakkanum til að koma í veg fyrir hryðjuverkastarfsemi í öllum flóttamannabúðum á svæðinu. „Við munum ekki leyfa íbúum að snúa aftur og við munum ekki leyfa hryðjuverkastarfsemi að snúa aftur og vaxa,“ sagði Katz einnig í yfirlýsingu. Ætlar að halda 620 Palestínubúum áfram í haldi Benjamín Netanjahú forsætisráðherra tilkynnti snemma í morgun að 620 palestínskum föngum verði ekki sleppt úr haldi, eins og lofað var, fyrr en Hamas lætur fleiri ísraelska gísla lausa. „Í sextán ár höfum við beðið eftir þessu og vonað að syni okkar yrði sleppt eins og hinum föngunum og fjölskyldum þeirra. Við vonum enn að það gerist fljótlega. Þjáningarnar í dag eru framhald þjáninganna sem við höfum þolað þau ár sem hann hefur verið í fangelsi,“ sagði Adeeb al-Saifi, faðir fangans Ahmad al-Saifi sem er í haldi Ísraela. Palestínsk kona vonaðist eftir því að endurheimta fjóra fjölskyldumeðlimi úr haldi Ísraela. „Ég bíð eftir fjórum föngum, þremur sonum mínum og manninum mínum. Nafn mannsins míns var á listanum. Ég kom hingað í gær til að bíða eftir lausn þeirra,“ sagði Khitam Abu Qamar um fjölskyldumeðlimi sína. „Við vorum glöð þrátt fyrir kuldann og alla erfiðleikana á leiðinni hingað. Þeim hefur ekki enn verið sleppt. Það varð afturkippur í samkomulaginu og þeim hefur ekki verið sleppt,“ sagði hún einnig.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26 Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Sjá meira
Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Háttsettur embættismaður Hamas segir samtökin reiðubúin að láta af stjórn Gaza og fagnar hann hugmyndum Egypta um óháða nefnd sem myndi fara með stjórn svæðisins. 22. febrúar 2025 18:26
Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Ísraelar hafa tekið á móti stórum sprengjum frá Bandaríkjunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, felldi úr gildi ákvörðun Joe Biden, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að fresta skyldi ótímabundið sendingum þess konar sprengja. 16. febrúar 2025 23:31