Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 10:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir Vegagerðina vel ráða við það að manna verði fjárfestingar tvöfaldaðar. Það þyrfti meiri aðdraganda væri fjárfestingin meiri en það. Bylgjan Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur. Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira
Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur.
Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Sjá meira