Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 10:07 Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, segir Vegagerðina vel ráða við það að manna verði fjárfestingar tvöfaldaðar. Það þyrfti meiri aðdraganda væri fjárfestingin meiri en það. Bylgjan Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur. Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Guðmundur Valur segir vegina fara illa þegar viðhaldi er ekki sinnt nægilega vel. Þegar vatn komist inn í vegina verði þeir veikari og því sé mikilvægt að Vegagerðin komist reglulega í viðhald. Guðmundur Valur ræddi ástand vega og viðhald í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir Vegagerðina hafa bent á viðhaldsþörf í umræðum um samgöngusáttmála og fjárlög en það sé ekki á það hlustað. Hann segir þetta stærstu eign ríkisins og það sé algjörlega stjórnmálanna að ákveða hversu mikið er sett í það verkefni. Vegagerðin geri sitt besta úr því sem þau hafa að moða. Vegagerðin forgangsraði eftir ástandi og fjárveitingum úthlutað eftir landshlutum. Miðað sé við fjöldi bíla og þungra bíla. Hann segir að ef það kæmu fimm milljarðar í vegina næstu árin þá myndi Vegagerðin byrja á því að stækka og breikka viðkvæmustu vegina og að koma malbiki á fjölfarna vegi þar sem er núna klæðing. „Það eru hátt í hundrað kílómetrar þar sem umferðin eru tvö þrjú þúsund bílar þar sem við vildum hafa malbik en hann er með klæðingu. Þannig við lendum í því að þurfa að leggja á klæðingu á þriggja ára fresti en malbik hefði enst í tíu ár. Það er hagkvæmara viðhald,“ segir Guðmundur. Sjá einnig: Segja fullreynt að ræða við Vegagerðina og biðla til ráðherra um aðgerðir Fjallað var um mikla viðhaldsskuld á Vesturlandi í Kastljósi á RÚV í gær. Þar var talað um að þyrfti að styrkja og breikka um hundrað kílómetra en Guðmundur Valur segir Vegagerðina árlega hafa styrkt og breikkað um 30 til 40 kílómetra á öllu landinu, þörfin sé um 100 til 150. „Það er stóra skuldin.“ Gjaldtaka fyrir stærri verkefni Guðmundur segir að til þess að hægt sé að fara í stærri verkefni hafi verið horft til gjaldtöku og nefnir Ölfusárbrú, hringvegur um Hornafjörð og Sundabraut. Fjallað var um það í gær að viðhorf til vegtolla væru að breytast. Karlar eru frekar fylgjandi veggjöldum samkvæmt nýrri könnun Maskínu, en konur og eldra fólk frekar en það yngra. „Þetta eru verkefni sem sérstök gjaldtaka á að greiða fyrir,“ segir Guðmundur. Guðmundur Valur segir ljóst að það þurfi að breyta einhverjum vegum aftur í malarvegi verði ekki brugðist við. Hafa mannskap í tvöföldun en ekki meira Fjármagni verði forgangstaðað í kaflana sem eru verstir á þessu ári en ef hundrað kílómetrar séu slæmir á Vesturlandi gæti þurft að breyta tuttugu til þrjátíu kílómetrum aftur í malarvegi. Í fyrra hafi verið flett af fimmtán kílómetrum. Hvað varðar mönnun í viðhaldsátak segir Guðmundur Valur kannski ekki mannskap í 200 milljarða fjárfestingu en verktakamarkaðurinn ætti að ráða vel við tvöfalda fjárfestingu miðað við það sem er núna. Árið 2021 hafi verið 40 milljarðar í fjárfestingu í viðhald en eru um 20 á þessu ári. „Mikið umfram það þarf lengri aðdraganda,“ segir Guðmundur Valur.
Vegagerð Vegtollar Skipulag Dalabyggð Færð á vegum Bítið Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira