Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2025 11:18 Hverfið sem hýsir heimili fræga fólksins í Beverly Hills myndi ekki fara varhluta af áformunum ef af yrði. Hugmyndirnar eru þó settar fram í gamni og ólíklegt að þær verði að veruleika. Getty Ákall um að Danmörk eignist Kaliforníu hefur vakið athygli. Ríflega tvö hundruð þúsund manns hafa lagt nafn sitt við undirskriftalista þar sem kallað er eftir því að Danmörk kaupi Kaliforníu af Bandaríkjamönnum. Um er að ræða svar við hugmyndum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland. Undirtónninn er gamansamur enda um satírískan gjörning að ræða. Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Öllu alvarlegri undirtónn er í áhuga Bandaríkjanna á Grænlandi en málið verður til umfjöllunar í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings síðar í dag. Undirskriftasöfnunin hefur hins vegar vakið athygli fréttamiðla á borð við Guardian en danska ríkisútvarpið DR fjallar einnig um málið. „Hefur þú einhvern tímann skoðað kort og hugsað, „veistu hverju Danmörk þarf á að halda? Meira sólskini, pálmatrjám og hjólaskautum.“ Nú erum við með sögulegt tækifæri til að gera þann draum að veruleika. Kaupum Kaliforníu af Donald Trump!“ segir um undirskriftasöfnunina sem er hýst á heimasíðunni denmarkification.com, með vísan til „Danmerkurvæðingar“ á ríkinu sólríka á Vesturströnd Bandaríkjanna. Hygge til Hollywood Glöggir geta einnig séð að orðin „Gerum Kaliforníu stórkostlega ný“ eru rituð efst á síðunni, á ensku en þó hafa danskir stafir laumað sér inn í textann, „Måke Califørnia Great Ægain”. Farið er alla leið með gamanið og er hugmyndin kynnt sem viðskiptaáætlun með aðgerðum í fjórum liðum og rök færð fyrir því hvers vegna Trump sé líklegur til að selja. Meðal annars verði danska leikfangarisanum Lego falið að leiða samninga með stuðningi aðalleikara úr dönsku sjónvarpsþáttunum Borginni, en fjórða nýjasta sería þáttanna snýst einmitt að miklu leiti um pólitík Danmerkur gagnvart Grænlandi. Smurbrauð er alla jafna allsráðandi við Nýhöfn í Kaupmannahöfn.Getty Þá er því heitið að dönsk gildi verði innleidd í Kaliforníu. „Við munum mæta með hygge til Hollywood, hjólastígar í Beverly Hills, og lífrænt smurbrauð á hvert götuhorn. Laganna reglur, opinbert heilbrigðiskerfi og stjórnmál sem byggja á staðreyndum koma til greina,“ segir meðal annars í aðgerðaáætluninni. Þá er Trump sagður líklegur til að vilja selja þar sem fyrir liggi að Kalifornía sé ekki beinlínis hans uppáhalds ríki sem hann hafi kallað „ónýtasta ríki sambandsins“. Þingnefnd fjallar um Grænland Þótt undirskriftarlistinn sé til gamans gerður sem svar við málflutningi Trump um Grænland er áhugi hans á Grænlandi öllu alvarlegri og raunverulegri. Í dag fer fram fundur í fjármálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings undir yfirskriftinni „Nuuk og Cranny: Horft til Norðurskautsins og mikilvægi landfræðlilega strategískar staðsetningar Grænlands fyrir hagsmuni Bandaríkjanna.“ Það er öldungardeildarþingmaður Repúblikana Ted Cruz sem fer fyrir umræðunum en hann er formaður þingnefndar um viðskipti, vísindi og flutninga. Yfirskrift fundarins rímar vel við þær áherslur Trumps um það hvers vegna hann vill eignast Grænland.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent