Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. febrúar 2025 22:50 Séð yfir trjágróðurinn í Öskjuhlíð og flugbrautina, sem búið er að loka. Skjáskot/Stöð 2 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra lýsti því yfir á Alþingi í dag að ríkisstjórn sín stæði með Reykjavíkurflugvelli og að hann væri ekki á förum á næstu árum. Spá um stífa austanátt gæti kallað á krefjandi hliðarvindslendingar á vellinum á morgun, miðvikudag. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlíð. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Í síðustu viku, áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd af Öskjuhlíð sýnir hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt (Obstacle Clearance Surface) og hins vegar VSS-flöt (Visual Segment Surface). Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni. Fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Til að fara í brattara aðflug en þetta þyrfti að setja flugmenn í sérþjálfun. Auk þess þyrfti að afla sérstakrar heimildar fyrir hverja tegund flugvélar fyrir svo bröttu aðflugshorni. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Myndin sýnir þau tré sem mælast fyrir ofan VSS-hindranaflöt. Fjöldi trjánna er 1.412.Isavia innanlands Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega 800 tré til viðbótar innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn, svo fremi að viðkomandi flugbraut sé nægilega löng. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli á árabilinu 2001 til 2009.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins og spáð er á morgun, myndu flugmenn yfirleitt velja að lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni en þá stæði vindur þvert á braut. Það gæti verið ófært fyrir sumar tegundir flugvéla en kallað á krefjandi hliðarvindslendingar fyrir aðrar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2: Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Sjúkraflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá starfsmenn Reykjavíkurborgar munda vélsagirnar í Öskjuhlíð. Þeir hófu laust fyrir hádegi að saga niður trén eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri tilkynnti síðdegis í gær að það ætti að hefja verkið strax. Stofnarnir eru orðnir sverir á grenitrjánum sem felld voru í Öskjuhlíð í dag.Vilhelm Í síðustu viku, áður en borgarstjórnarmeirihlutinn sprakk, lá honum ekki svona mikið á, talaði um að fyrst yrði að gera aðgerðaáætlun. En núna á að saga fyrst fimmtíu tré og samtímis er borgin að semja aðgerðaáætlun um næstu skref til að leggja fyrir Samgöngustofu. Það virðist vera á reiki og mismunandi túlkanir á því hve mörg tré þarf að fella áður en hægt verður að opna austur/vestur flugbrautina á ný. Henni var lokað á laugardag samkvæmt fyrirskipun Samgöngustofu. Þverskurðarmynd af Öskjuhlíð sýnir hvernig trjágróður er vaxinn upp fyrir hindranafleti.Isavia innanlands Þverskurðarmynd frá Isavia sýnir hvernig trén í Öskjuhlíð eru búin að vaxa upp fyrir hindranafleti, samkvæmt flugöryggisstöðlum, annars vegar svokallaðan OCS-flöt (Obstacle Clearance Surface) og hins vegar VSS-flöt (Visual Segment Surface). Þeir skera mismunandi mikið af trjánum. Annar þeirra leyfir viss frávik en þá með skilyrðum. Einfaldari mynd sýnir betur þann vanda sem við er að glíma. Flugvélar koma venjulega inn með þriggja gráðu aðflugshorni. Fyrir fjórtán árum var byrjað að gera kröfur um brattara aðflug yfir Öskjuhlíð vegna trjánna og það er núna komið í 4,45 gráður. Fjórtán ár eru frá því að fyrst þurfti að auka aðflugsbrattann vegna hækkandi trjágróðurs. Einnig hefur þurft að færa lendingarþröskuld innar á flugbrautina.Isavia innanlands Til að fara í brattara aðflug en þetta þyrfti að setja flugmenn í sérþjálfun. Auk þess þyrfti að afla sérstakrar heimildar fyrir hverja tegund flugvélar fyrir svo bröttu aðflugshorni. Jafnframt hafa menn neyðst til að færa þröskuld flugbrautarinnar innar, það er í raun að stytta brautina, og Samgöngustofa virðist telja að ekki verði gengið lengra í þá átt. Borgin virðist hafa litið svo á að það dygði að miða við OCS-hindranflöt, og þá nægði að fella kannski 100-200 tré. Myndin sýnir þau tré sem mælast fyrir ofan VSS-hindranaflöt. Fjöldi trjánna er 1.412.Isavia innanlands Ef miða á við VSS-hindranaflöt virðist hins vegar þurfa að fella strax yfir 1.400 tré og svo sennilega 800 tré til viðbótar innan fárra ára. Sumir spyrja: Dugar ekki bara ein flugbraut? Þegar vindrós flugvallarins er skoðuð sést að vindurinn blæs úr öllum áttum í Reykjavík. Austan og suðaustanáttir eru þó algengastar en einnig norðan og sunnanáttir en meginreglan er sú að lenda flugvélum sem næst upp í vindinn, svo fremi að viðkomandi flugbraut sé nægilega löng. Vindrós frá Veðurstofunni sýnir tíðni vindátta á Reykjavíkurflugvelli á árabilinu 2001 til 2009.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þannig að ef það er til dæmis stíf austanátt, eins og spáð er á morgun, myndu flugmenn yfirleitt velja að lenda til austurs á austur/vestur brautinni. Í slíkri vindátt gæti orðið erfitt að lenda á norður-suðurbrautinni en þá stæði vindur þvert á braut. Það gæti verið ófært fyrir sumar tegundir flugvéla en kallað á krefjandi hliðarvindslendingar fyrir aðrar. Málefni Reykjavíkurflugvallar voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, krafði Kristrúnu Frostadóttir forsætisráðherra svara um afstöðu Samfylkingarinnar til flugvallarins, eins og heyra má í frétt Stöðvar 2:
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Tré Sjúkraflutningar Samgöngur Tengdar fréttir Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00 Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. 9. febrúar 2025 19:00
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. 6. febrúar 2025 10:48