Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. febrúar 2025 18:09 Hjálmar Bogi Hafliðason er forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Loftmyndin er af Reykjavík. Vísir Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. „Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair. Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Lokum flugbraut og vonum það besta.Enda virðast mannslíf í landsbyggðunum hafa minna vægi í umræðunni. Á árinu 2024 voru um 650 sjúklingar fluttir til Reykjavíkur. Það er leiðin á Landspítalann. Nú þegar skilið getur á milli lífs og dauða trompa nokkur tré tilveru fólks,“ segir Hjálmar Örn Hafliðason, forseti sveitarstjórnar Norðurþings. Lokunin gæti verið örlagarík Önnur staðsetning hafi ekki verið fundin fyrir miðstöð innanlandsflugsins. Hver sem er gæti þurft á bráðaþjónustu þjóðarsjúkrahússins að halda. „Höfuðborgin er m.a. miðstöð umferðar, stjórnsýslu og heilbrigðisþjónstu fyrir landið allt. Það er gríðarlega mikilvægt að eiga öfluga og sterka höfuðborg sem stendur undir nafni. Ábyrgðin er mikil og gæti verið örlagarík,“ segir Hjálmar. Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna lokana flugbrautanna. Í yfirlýsingu þeirra segir að út frá gögnum um flug á Reykjavíkurflugvelli séu flugbrautir 13 og 31 notaðar í um 25 prósent af öllum hreyfingum á flugvellinum. „Sé það heimfært yfir á sjúkraflugið má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á ríflega 160 flug á ári, eða um 70 sjúklinga í hæstu forgangsflokkun miðað við fjölda sjúklinga árið 2024. Um helmingur þessa sjúklingahóps er fluttur í tímaháð og bráð inngrip þar sem allar tafir teljast ógna lífslíkum og batahorfum.“ Þess er krafist af hálfu miðstöðvarinnar að Reykjavíkurborg, Innviðaráðuneyti, ISAVIA og Samgöngustofa axli ábyrgð og tryggi opnun og rekstraröryggi flugbrautanna með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðilar að Miðstöð sjúkraflugs á Íslandi eru Slökkvilið Akureyrar, Sjúkrahúsið á Akureyri og Norlandair.
Borgarstjórn Reykjavík Norðurþing Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Búið að loka flugbrautinni vegna trjágróðurs: Vonar að ekki komi upp alvarleg atvik Isavia lokaði á miðnætti austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og er nú einungis ein braut í notkun. Samgöngustofa fyrirskipaði aðgerðina vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð sem er sagður skerða öryggi flugfarþega. 8. febrúar 2025 11:09
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26