Svona verða umræður um stefnuræðu Kristrúnar í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 10:05 Setning Alþingis febrúar 2025 Kristrún Frostadóttir Stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana fara fram á Alþingi í kvöld, fimm dögum síðar en áætlað var. Kristrún Frostadóttir átti að flytja fyrstu stefnuræðu sína í embætti forsætisráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku en því var frestað vegna veðurs. Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Kristrún tók við embætti forsætisráðherra þann 21. desember og þing kom saman í síðustu viku, en venju samkvæmt flytur forsætisráðherra stefnuræðu sína á fyrstu dögum eftir að þing kemur saman. Tveir þingmenn úr öllum flokkum sem sæti eiga á Alþingi eru á mælendaskrá. Kristrún verður fyrst í pontu en dagskráin hefst klukkan 19:40. Umræðurnar skiptast í tvær umferðir og hefur forsætisráðherra tólf mínútur til framsögu. Ræðumenn annarra þingflokka en þingflokks forsætisráðherra hafa sex mínútur í fyrri umferð. Í seinni umferð hafa þingflokkarnir sex mínútur hver. Röð stjórnmálaflokkanna í umræðunum er í takt við þingstyrk flokkanna en ræðumenn kvöldsins eru eftirfarandi: Samfylkingin Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í fyrri umferð og Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, í seinni umferð. Sjálfstæðisflokkur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, 1. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í fyrri umferð og Hildur Sverrisdóttir, 8. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð. Viðreisn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, í fyrri umferð og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, í seinni umferð. Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, 2. þingmaður Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð og Bergþór Ólason, 4. þingmaður Suðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Flokkur fólksins Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í fyrri umferð og Ragnar Þór Ingólfsson, 5. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð. Framsóknarflokkur Sigurður Ingi Jóhannsson, 10. þingmaður Suðurkjördæmis, í fyrri umferð og Stefán Vagn Stefánsson, 5. þingmaður Norðvesturkjördæmis, í seinni umferð. Hægt verður að fylgjast með umræðunum á Vísi í gegnum spilarann hér að neðan. Kennarar boða komu sína á Austurvöll Þess má geta að Kennarafélag Reykjavíkur hefur boðað til samstöðufundar á Austurvelli á sama tíma í kvöld með það að markmiði að sýna samstöðu með kennurum í yfirstandandi kjaradeilu. Í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands hvetur Kennarafélagið félagsfólk í KÍ til að fjölmenna á Austurvöll „og sýna samstöðu og baráttuvilja meðan forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína í þingsal,“ líkt og það er orðað í tilkynningunni. Ráðgert er að safnast saman við Vatnsberann, styttu Ásmundar Sveinssonar, á horni Lækjargötu og Bankastrætis klukkan 19:00 þaðan sem gengið verður á Austurvöll.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Samfylkingin Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira