Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Lovísa Arnardóttir skrifar 9. febrúar 2025 08:51 Það var tilfinningarík stund þegar fjölskyldur mannanna tóku á móti þeim á flugvellinum í Bangkok. Vísir/EPA Fimm taílenskir karlmenn sneru aftur heim til Taílands í morgun eftir að hafa verið í haldi Hamas á Gasa í nærri 500 daga. Enn er einn taílenskur karlmaður í haldi á Gasa. Taílensk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau hafi enn von um að hann muni snúa aftur heim. Pongsak Thaenna, Sathian Suwannakham, Watchara Sriaoun, Bannawat Saethaoog Surasak Lamnao höfðu allir verið við vinnu í Suður-Ísrael þegar þeim var rænt í árás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Utanríkisráðherra Taílands, Maris Sangiampongsa og sendiherra Ísrael í Taílandi, Orna Sagiv, taka á móti mönnunum á flugvellinum í Bangkok.Vísir/EPA Í umfjöllun BBC segir að mönnunum hafi verið vel tekið af fjölskyldum sínum þegar þeir lentu í morgun á flugvellinum í Bangkok. „Ég veit ekki hvernig ég get komið því í orð,“ sagði Pongsok, einn mannanna. Hann þakkaði öllum embættismönnunum sem unnu að því að hjálpa þeim að losna úr haldi. Hann sagði þá alla fimm mjög glaða og þakkláta að vera komna aftur heim. Utanríkisráðherra Taílands, Maris Sangiampongsa og sendiherra Ísrael í Taílandi, Orna Sagiv, taka á móti mönnunum á flugvellinum í Bangkok.Vísir/EPA Maris Sangiampongsa utanríkisráðherra Taílands sagði það hvetjandi að verða vitni að heimkomu þeirra eftir að þeim var sleppt úr haldi þann 30. janúar. Stanslaus þjáning „Ég held ég vilji ekki að hann fari svo langt að heiman aftur,“ sagði Somboon Saethao, faðir Bannawat, við heimkomuna og að hann væri svo hamingjusamur að sjá son sinn. Bannawat flutti til Ísrael níu mánuðum áður en honum var rænt til að þéna betur fyrir fjölskyldu sína. Eiginkona hans sagði í viðtali við BBC að það hafi verið stanslaus þjáning á meðan maðurinn hennar var í haldi í fimmtán mánuði. Það var tilfinningarík stund þegar fjölskyldur mannanna tóku á móti þeim á flugvellinum í Bangkok.Vísir/EPA Boonsong Tapchaiyut, vinnumálaráðherra Taílands, tilkynnti við heimkomu þeirra að hver þeirra myndi fá um 2,5 milljón í bætur og um 127 þúsund krónur í mánaðarlaun þar til þeir verða 80 ára svo þeir þurfi ekki að snúa aftur til Ísrael. Sjá einnig: Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Í frétt BBC um málið segir að alls hafi 46 taílenskir vinnumenn verið drepnir frá því í október 2023, meirihlutinn í árás Hamas en einhverjir í loftárásum Hezbollah í Líbanon. Hamas tók í október 251 gísl og drap um 1.200 manns þegar samtökin réðust inn í Ísrael. Árásin varð til þess að Ísrael réðst inn í Gasa og lét ekki af loftárásum á svæðið fyrr en í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 47.500 Palestínumenn hafi látist í stríðinu. Um tveir þriðju allra bygginga á Gasa eru eyðilagðar. Enn hundruð í haldi Hamas og Ísrael komust að samkomulagi um vopnahlé 19. janúar. Lausn taílensku gíslanna er ekki hluti af samkomulaginu. Frá því að þau komust að samkomulagi hefur 19 Ísraelum verið sleppt úr haldi frá Gasa og 566 Palestínumenn verið frelsaðir. Við lok fyrsta áfanga vopnahlésins, eftir um þrjár vikur, er búist við því að búið verði að sleppa úr haldi 33 Ísraelum í haldi á Gasa og 1.900 Palestínumönnum sem eru í haldi í Ísrael. Ísraels yfirvöld segja átta af 33 gíslum látna. Rauði krossinn, sem sér um að taka á móti föngum úr landi, hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástands fanga sem er sleppt úr haldi í bæði Ísrael og á Gasa. Einhverjir hafa þurft á spítalavist að halda eftir að þeim er sleppt úr haldi. Taíland Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. 6. febrúar 2025 11:57 Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. 5. febrúar 2025 23:40 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Pongsak Thaenna, Sathian Suwannakham, Watchara Sriaoun, Bannawat Saethaoog Surasak Lamnao höfðu allir verið við vinnu í Suður-Ísrael þegar þeim var rænt í árás Hamas á Ísrael 7. október 2023. Utanríkisráðherra Taílands, Maris Sangiampongsa og sendiherra Ísrael í Taílandi, Orna Sagiv, taka á móti mönnunum á flugvellinum í Bangkok.Vísir/EPA Í umfjöllun BBC segir að mönnunum hafi verið vel tekið af fjölskyldum sínum þegar þeir lentu í morgun á flugvellinum í Bangkok. „Ég veit ekki hvernig ég get komið því í orð,“ sagði Pongsok, einn mannanna. Hann þakkaði öllum embættismönnunum sem unnu að því að hjálpa þeim að losna úr haldi. Hann sagði þá alla fimm mjög glaða og þakkláta að vera komna aftur heim. Utanríkisráðherra Taílands, Maris Sangiampongsa og sendiherra Ísrael í Taílandi, Orna Sagiv, taka á móti mönnunum á flugvellinum í Bangkok.Vísir/EPA Maris Sangiampongsa utanríkisráðherra Taílands sagði það hvetjandi að verða vitni að heimkomu þeirra eftir að þeim var sleppt úr haldi þann 30. janúar. Stanslaus þjáning „Ég held ég vilji ekki að hann fari svo langt að heiman aftur,“ sagði Somboon Saethao, faðir Bannawat, við heimkomuna og að hann væri svo hamingjusamur að sjá son sinn. Bannawat flutti til Ísrael níu mánuðum áður en honum var rænt til að þéna betur fyrir fjölskyldu sína. Eiginkona hans sagði í viðtali við BBC að það hafi verið stanslaus þjáning á meðan maðurinn hennar var í haldi í fimmtán mánuði. Það var tilfinningarík stund þegar fjölskyldur mannanna tóku á móti þeim á flugvellinum í Bangkok.Vísir/EPA Boonsong Tapchaiyut, vinnumálaráðherra Taílands, tilkynnti við heimkomu þeirra að hver þeirra myndi fá um 2,5 milljón í bætur og um 127 þúsund krónur í mánaðarlaun þar til þeir verða 80 ára svo þeir þurfi ekki að snúa aftur til Ísrael. Sjá einnig: Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Í frétt BBC um málið segir að alls hafi 46 taílenskir vinnumenn verið drepnir frá því í október 2023, meirihlutinn í árás Hamas en einhverjir í loftárásum Hezbollah í Líbanon. Hamas tók í október 251 gísl og drap um 1.200 manns þegar samtökin réðust inn í Ísrael. Árásin varð til þess að Ísrael réðst inn í Gasa og lét ekki af loftárásum á svæðið fyrr en í síðasta mánuði. Talið er að minnsta kosti 47.500 Palestínumenn hafi látist í stríðinu. Um tveir þriðju allra bygginga á Gasa eru eyðilagðar. Enn hundruð í haldi Hamas og Ísrael komust að samkomulagi um vopnahlé 19. janúar. Lausn taílensku gíslanna er ekki hluti af samkomulaginu. Frá því að þau komust að samkomulagi hefur 19 Ísraelum verið sleppt úr haldi frá Gasa og 566 Palestínumenn verið frelsaðir. Við lok fyrsta áfanga vopnahlésins, eftir um þrjár vikur, er búist við því að búið verði að sleppa úr haldi 33 Ísraelum í haldi á Gasa og 1.900 Palestínumönnum sem eru í haldi í Ísrael. Ísraels yfirvöld segja átta af 33 gíslum látna. Rauði krossinn, sem sér um að taka á móti föngum úr landi, hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástands fanga sem er sleppt úr haldi í bæði Ísrael og á Gasa. Einhverjir hafa þurft á spítalavist að halda eftir að þeim er sleppt úr haldi.
Taíland Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00 Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. 6. febrúar 2025 11:57 Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. 5. febrúar 2025 23:40 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undirritað enn eina forsetatilskipunina sem vekur athygli. Að þessu sinni beinir hann spjótum sínum að Alþjóðlega sakamáladómstólnum í Haag (ICC). 7. febrúar 2025 07:00
Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Ráðamenn í Ísrael segjast vera byrjaðir að undirbúa umfangsmikinn brottflutning Palestínumanna frá Gasaströndinni. Er það í takt við hugmyndir Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, um þjóðernishreinsun á svæðinu. 6. febrúar 2025 11:57
Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Fyrrverandi formaður Félagsins Íslands-Palestínu segir ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta um að flytja Palestínubúa frá Gasa og byggja þar glæsibaðströnd. Með umdeildum tillögum hafi forsetanum tekist að sameina heim allan. 5. febrúar 2025 23:40