Misbýður orðbragð um flugvöllinn Kristján Már Unnarsson skrifar 8. febrúar 2025 08:48 Jón Bjarnason sat á Alþingi um fjórtán ára skeið, frá 1999 til 2013, og gegndi embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á árunum 2009 til 2011. Vísir Jón Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður Vinstri grænna, ávítar fyrrum flokksbróður sinn, Stefán Pálsson, varaborgarfulltrúa VG, fyrir það orðbragð sem hann notar um Reykjavíkurflugvöll. Jón segir að það sé áhrifamanni í borgarstjórn ekki til sóma að tala um „helvítis flugvöll“. Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason. Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Í grein á blog.is segir ráðherrann fyrrverandi með ólíkindum hvað skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar hafi árum saman hatast út í Reykjavíkurflugvöll. Nú þegar tekin sé upp vörn fyrir flugvöllinn fái landsmenn kaldar kveðjur, segir Jón sem á þingmannsferli sínum gat sér orð fyrir að vera ötull talsmaður landsbyggðarinnar og einkum dreifbýlisins. „Hvað sem verður um meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur fer svona orðbragð áhrifamanna og umræðunálgun um öryggisflugvöll þjóðarinnar illa í mig og fleiri landsmenn og eru gróf skilaboð til landsbyggðarinnar og þeirra sem vilja sjá stolta höfuðborg,“ segir Jón. Hann segir borgarstjórnarmeirihlutann ekki aðeins hafa staðið fyrir húsbyggingum í Öskjuhlíðinni þétt uppi í flugvallarsvæðinu þvert á hagsmuni flugöryggis. Steinkumbaldar séu seldir með útsýni yfir Skerjafjörðinn sem mánuði síðar sé búið að byggja fyrir með nýjum kumbalda. „Og svo er deilt um nokkur tré sem skyggja á aðkomu flugvéla!,“ skrifar Jón með upphrópunarmerki. Hann segir að rökin fyrir að troða nýjum Landspítala ofan í kvos þar sem ekkert framtíðarpláss sé hafi verið að hann skyldi byggjast sem næst flugvellinum. Þá skuli Vatnsmýrin, votlendi sem ætti að vera alfriðuð náttúruperla, vera fyllt af húsum og mannvirkjum, grjóti og steypuklumpum. Jón spyr hver ætli að borga fyrir alla skipulagsvinnu undanfarinna ára við flugvöll í Hvassahrauni með spúandi eldfjöll og hraunrennsli allt um kring. „Já „þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ er kveðjan sem landsbyggðin, sjúkraflutningsmennirnir fá í andlitið. Er að furða þó einhverjum sé misboðið orðbragðið og því sem fylgir,“ segir Jón Bjarnason.
Borgarstjórn Vinstri græn Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26 Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Sjá meira
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20
Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Flugrekstrarstjóri Norlandair, sem annast sjúkraflug innanlands, segir mannslífum stofnað í hættu með lokun annarrar flugbrautar Reykjavíkurflugvallar. Hann segir að þetta megi ekki gerast og biðlar til ráðamanna ríkis og borgar að leysa málið strax. 6. febrúar 2025 13:26
Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir borgina eiga flugvallarlandið í Skerjafirði og það sé bara formsatriði að hefja þar uppbyggingu nýs íbúðahverfis. Framkvæmdastjóri Isavia innanlands segir áformin galin. 7. febrúar 2025 21:31