Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:55 Sigurður Kári Kristjánsson er formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands. llg.is Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Mannréttindi Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda.
Mannréttindi Alþingi Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira