Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 09:03 Miles Jacobson (t.h.) er yfirmaður Sports Interactive, sem er útgefandi og framleiðandi Football Manager leikjanna. Í fyrsta sinn í tuttugu ár kemur leikurinn ekki út. Alex Livesey - FIFA/FIFA via Getty Images Nýjasta árgerð tölvuleiksins Football Manager mun ekki koma út. Framleiðendur leiksins tilkynntu um það í morgun. Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs. Leikjavísir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs.
Leikjavísir Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Fótbolti Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira