Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 09:03 Miles Jacobson (t.h.) er yfirmaður Sports Interactive, sem er útgefandi og framleiðandi Football Manager leikjanna. Í fyrsta sinn í tuttugu ár kemur leikurinn ekki út. Alex Livesey - FIFA/FIFA via Getty Images Nýjasta árgerð tölvuleiksins Football Manager mun ekki koma út. Framleiðendur leiksins tilkynntu um það í morgun. Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs. Leikjavísir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Sports Interactive hefur framleitt Football Manager leikina frá árinu 2004 en fyrirtækið sleit sig þá frá Eidos sem hafði framleitt Championship Manager frá því á tíunda áratugnum. Football Manager 2005 var fyrsti leikurinn í röðinni og hefur komið út árlega síðan, allt þar til í ár. Í leiknum getur spilari sett sig í spor fótboltaþjálfara. Hann setur upp taktík fyrir lið sitt, æfingar, sinnir leikmannakaupum og haft áhrif á stefnu síns félags. Hægt er að stýra liðum á öllum stigum fótboltans, allt frá Bestu deildinni til ensku úrvalsdeildarinnar. Fjölmargar nýjungar áttu að vera í Football Manager 2025, þar á meðal kvennafótbolti og ný leikjavél þegar kemur að fótboltaleikjum innan leiksins. Útgáfu leiksins var frestað í haust en leikurinn kemur iðulega út í nóvember. Hann átti að koma út í byrjun mars, sem var frestað þar til í lok mars en í morgun tilkynnt að leikurinn komi alfarið ekki út. „Með útgáfu FM25 stefndum við á að skapa stærstu tæknilegu og sjónrænu framþróun fyrir leikjaröðina um árabil, og leggja grunninn að nýjum tímum,“ segir í yfirlýsingu frá framleiðendum leiksins. „Vegna fjölda áskorana sem við höfum rætt opinberlega og annarra sem var erfitt að sjá fyrir, höfum við ekki náð markmiðum okkar á nægilega mörgum sviðum leiksins, þrátt fyrir mikla vinnu teymis okkar,“ „Við biðjumst innilega afsökunar á að hafa brugðist ykkur,“ segir einnig í tilkynningunni. Hana má sjá í heild að neðan. Allt púður verður nú sett í að framleiða Football Manager 2026 sem kemur þá að líkindum út á vetrarmánuðum í lok þessa árs.
Leikjavísir Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira