„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 19:10 Ríkisstjórnin er með í vinnslu að tryggja forsvaranlegt húsnæði undir geðþjónustu. Vísir/Einar Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma. Greint var frá því í Morgunblaðinu og Austurglugganum að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í Morgunblaðinu að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann hafi því ekki átt að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Mér finnst þetta hörmulega og sorglega atvik endurspegla langvinnan vanda sem er tvíþættur og sem ríkisstjórnin hyggst taka á. Það er annars vegar skortur á plássum á geðdeild og úrræðum þar og það að húsnæði til geðþjónustu er barn síns tíma,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Yfirlæknir á geðdeild sagði í viðtali við blöðin tvö lækna upplifa gríðarlega pressu til að útskrifa fólk til að hægt sé að leggja inn þá sem koma bráðveikir á bráðamóttöku og því séu þeir neyddir til stöðugrar forgangsröðunar. Þá hafi Ísland yfir að ráða mun færri rýmum á geðdeild en í nágrannalöndum. „Það þarf að bæta úrræði og það þarf að bæta húsnæði og það er búið að vinna þarfagreiningu að nýrri geðþjónustu og málið sem stendur er hjá borginni sem er að skoða hvaða lóðir koma til greina. Það er ætlunin að bæta geðheilbrigðisþjónustuna.“ Það sé einn angi málsins. „En síðan er það risamál sem er málefni þeirra einstaklinga sem þurfa öryggisvistun, annars vegar þeir sem hafa verið sakhæfir og lokið afplánun og eru áfram álitnir hættulegir og líka þeir sem eru ósakhæfir. Þar er og hefur verið mikil vinna í gangi. Þetta snertir mörg ráðuneyti þannig að hópur frá sjö ráðuneytið er að störfum og er með þessi öryggisvistunarmál í forgangi,“ segir Alma. Með frumvarp í smíðum um örfáa en hættulega einstaklinga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það þurfi ekki nema eina hræðilega sögu til að sýna fram á að hér á landi vanti verulega upp á. Hún hafi í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir. Málið varði fleiri en eitt ráðuneyti og þá sé lykilatriði að þau vinni vel saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir lykilatriði að ráðuneytin vinni þétt og vel saman að málum.Vísir/Einar „Annars vegar sá angi sem horfir við refsikerfinu; þetta er auðvitað heilbrigðiskerfið okkar og stóraukin áhersla á geðheilbrigðismálin og svo er það félagsmála hlutinn. Það sem ég er að horfa á er við séum með í lögunum okkar heimildir til að taka á þeim örfáu einstaklingum en mjög hættulegu sem geta valdið samfélaginu óbætanlegt tjón gangi þeir lausir,“ segir Þorbjörg en frumvarpið um öryggisráðstafanir á við um heimildir gagnvart þeim mönnum sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Hún segir að það verði að hafa með þeim eftirlit og í einhverjum tilfellum verði þeir áfram vistaðir. Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2. janúar 2025 12:19 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu og Austurglugganum að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í Morgunblaðinu að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann hafi því ekki átt að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Mér finnst þetta hörmulega og sorglega atvik endurspegla langvinnan vanda sem er tvíþættur og sem ríkisstjórnin hyggst taka á. Það er annars vegar skortur á plássum á geðdeild og úrræðum þar og það að húsnæði til geðþjónustu er barn síns tíma,“ segir Alma Möller heilbrigðisráðherra. Yfirlæknir á geðdeild sagði í viðtali við blöðin tvö lækna upplifa gríðarlega pressu til að útskrifa fólk til að hægt sé að leggja inn þá sem koma bráðveikir á bráðamóttöku og því séu þeir neyddir til stöðugrar forgangsröðunar. Þá hafi Ísland yfir að ráða mun færri rýmum á geðdeild en í nágrannalöndum. „Það þarf að bæta úrræði og það þarf að bæta húsnæði og það er búið að vinna þarfagreiningu að nýrri geðþjónustu og málið sem stendur er hjá borginni sem er að skoða hvaða lóðir koma til greina. Það er ætlunin að bæta geðheilbrigðisþjónustuna.“ Það sé einn angi málsins. „En síðan er það risamál sem er málefni þeirra einstaklinga sem þurfa öryggisvistun, annars vegar þeir sem hafa verið sakhæfir og lokið afplánun og eru áfram álitnir hættulegir og líka þeir sem eru ósakhæfir. Þar er og hefur verið mikil vinna í gangi. Þetta snertir mörg ráðuneyti þannig að hópur frá sjö ráðuneytið er að störfum og er með þessi öryggisvistunarmál í forgangi,“ segir Alma. Með frumvarp í smíðum um örfáa en hættulega einstaklinga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að það þurfi ekki nema eina hræðilega sögu til að sýna fram á að hér á landi vanti verulega upp á. Hún hafi í smíðum frumvarp til að skerpa á heimildum í lögum um öryggisráðstafanir. Málið varði fleiri en eitt ráðuneyti og þá sé lykilatriði að þau vinni vel saman. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir lykilatriði að ráðuneytin vinni þétt og vel saman að málum.Vísir/Einar „Annars vegar sá angi sem horfir við refsikerfinu; þetta er auðvitað heilbrigðiskerfið okkar og stóraukin áhersla á geðheilbrigðismálin og svo er það félagsmála hlutinn. Það sem ég er að horfa á er við séum með í lögunum okkar heimildir til að taka á þeim örfáu einstaklingum en mjög hættulegu sem geta valdið samfélaginu óbætanlegt tjón gangi þeir lausir,“ segir Þorbjörg en frumvarpið um öryggisráðstafanir á við um heimildir gagnvart þeim mönnum sem hafa lokið afplánun í fangelsi en eru áfram metnir hættulegir. Hún segir að það verði að hafa með þeim eftirlit og í einhverjum tilfellum verði þeir áfram vistaðir.
Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Fjarðabyggð Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28 Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2. janúar 2025 12:19 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. 6. febrúar 2025 13:28
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51
Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. 2. janúar 2025 12:19