Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. janúar 2025 12:19 Það var 22. ágúst sem vitni hafði samband við lögreglu af því að bíll hjónanna var horfinn og ekki náðist samband við þau símleiðis. Vísir/Vilhelm Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur, hefur verið ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti vel að bana á heimili þeirra í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá útgáfu ákærunnar en málið verður þingfest í Héraðsdómi Austurlands þann 6. janúar. Fram kemur í ákærunni að Alfreð hafi veist að hjónunum innandyra með hamri og slegið þau endurtekið, sérstaklega í höfuðið. Þau hafi hlotið umfangsmikla áverka á höfði og víðar, meðal annars ítrekuð brot á höfuðkúpum og áverka á heila. Þau létust bæði vegna áverka á höfði. Sjúkraflutningamenn sem mættu fyrstir viðbragðsaðila á vettvang fundu hjónin á baðherberginu. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum á dögunum að vitni hefðu tjáð lögreglu að hafa heyrt þung bankhljóð af heimili hjónanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Alfreð Erling vel kunnugur hjónunum. Til hans sást samkvæmt upplýsingum lögreglu við hús hjónanna kvöldið áður. Vitni sagðist hafa reynt að setja sig í samband við hjónin en ekki náð í þau símleiðis. Vitnið hafi farið að húsinu og tekið eftir að bíll þeirra var ekki á sínum stað. Lögregla leitaði bílsins og í ljós kom að honum hafði verið ekið frá Neskaupstað á höfuðborgarsvæðið. Alfreð var handtekinn af sérsveit ríkislögreglustjóra á bílnum í Reykjavík. Samkvæmt skýrslu lögreglu var mikið af storknuðu blóði á fatnaði og skóm mannsins auk þess sem hann var með bankakort og fleira úr eigu hjónanna á sér. Í skýrslutöku hjá lögreglu neitaði hann sök. Hann sagðist hafa komið að hjónunum „svona“. Hann sagðist telja að þau hefðu ráðist á hvort annað, eða að einhver hefði ráðist á þau. 50 milljóna króna bótakrafa Landsréttur úrskurðaði í desember að maðurinn skildi vistaður á viðeigandi stofnun að kröfu lögreglu sem vill tryggja að ekki verði háski af honum. Hann sæti því öruggri gæslu. Dómkvaddur matsmaður komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn stjórnaðist af alvarlegu geðrofi. Veikindin væru alvarleg, langvinn og inngróin. Vegna þeirra væri hann hættulegur öðrum og þyrfti sérhæfða meðferð vegna þeirra til lengri tíma. Alfreð er krafinn um samanlagt 48 milljónir króna í miskabætur af fjórum ættingjum hjónanna og tæplega þrjár milljónir króna í skaðabætur vegna kostnaðar við útför hjónanna og þrifa á heimili þeirra. Þá er Alfreð ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa sunnudaginn 12. maí utandyra við Kaupvang á Egilsstöðum verið með hníf með fimmtán sentimetralöngu blaði á sér.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Dómsmál Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira