Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 12:13 Frá Stöðvarfirði í morgun. Garðar Harðar Rauðar viðvaranir eru í gildi víða um land. Mikið foktjón hefur orðið bæði á Austur- og Norðurlandi. Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir nóttina þar hafa verið langa. Slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar segir stöðuna á Stöðvarfirði mjög slæma. Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Eftir aftakaveðrið í gær gengur nú nýr hvellur yfir landið. Veðurstofan hefur gefið út viðvaranir um allt land nema á Vestfjörðum, langflestar rauðar. Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri Almannavarna, segir verkefni viðbragðsaðila hafa verið fjölbreytt síðastliðinn sólarhring. „Ég held að það sé foktjónið sem er helst. Vatnið finnur sér líka leið, það er ljóst. Það er örugglega mikið tjón hjá einhverjum sem hafa lent í því,“ segir Hjördís. Hefur þetta að einhverju leyti farið betur en þið bjuggust við? „Það er aldrei hægt að segja að tjónið sé lítið. Þetta er spurning sem er erfitt að svara því fullt af fólki hefur lent í tjóni. En engin slys á fólki sem skiptir öllu máli.“ Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð, segir nóttina þar hafa verið langa. „Það urðu töluverðar skemmdir þegar stór þök af tveimur iðnaðarhúsum fuku upp og fuku í gegnum bæinn. Hurðirnar að aðalinngangum á Siglufjarðarkirkju sprungu upp. Vinnan okkar í nótt var aðallega við að fergja þessar þakplötur. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist,“ segir Jóhann. Jóhann K Jóhannsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð.Vísir/Vilhelm Það á að hvessa verulega um allt Norðurland nú eftir hádegi. „Verktakar eru hér um bæinn að tryggja það sem hægt er að tryggja áður en næsta lægð gengur yfir okkur,“ segir Jóhann. Ingvar Georg Georgsson, slökkviliðsstjóri Fjarðabyggðar, hefur einnig staðið í ströngu síðastliðinn sólarhring. Í nótt og í morgun hafa fjölmargir hans manna verið á Stöðvarfirði, þar sem veðrið er gífurlega slæmt. Ingvar Georg Georgsson er slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð.Vísir/Einar „Þar hafa skemmst allavega tíu, tólf hús. Þakplötur hafa fokið út um allt, rúður brotnað, rúður brotnað í bílum. Minn mannskapur er búinn að vera þarna úti í alla nótt og er enn að. Það er bara verið að bíða eftir að veður lægi þannig við getum sent meiri bjargir þarna út eftir,“ segir Ingvar. Mikið tjón er í bænum. Slökkviliðsstöðin í Breiðdalsvík fékk líka að finna fyrir því. „Þakið var að fara að fjúka af henni. Þannig mínir menn redduðu því. Það er alveg nóg að gera hjá mínum mönnum,“ segir Ingvar. Tré hafa brotnað í hamaganginum.Garðar Harðar
Slökkvilið Björgunarsveitir Veður Fjallabyggð Fjarðabyggð Almannavarnir Tengdar fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18 Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. 6. febrúar 2025 06:18
Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Veðrið á Austurlandi er víða afar slæmt og ekki stætt utandyra, segir í tilkynningu frá lögreglu. Vegfarendum gæti staðið hætta af lausamunum. 6. febrúar 2025 10:21
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37