Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. febrúar 2025 06:18 Hundaeigendur eru vanir því að viðra dýrin sín í öllum veðrum eins og þessi fyrir hádegi við Ægissíðu. vísir/vilhelm Rauðar viðvaranir sem hófu að taka gildi ein af annarri frá klukkan 7 í morgun fara að detta úr gildi upp úr klukkan 13, fyrst á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi. Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Á Austfjörðum spáir suðvestan 28-33 m/s og hviðum yfir 50 m/s. Rauð viðvörun verður í gildi þar til klukkan 18 í kvöld. Versta veðrið á Ströndum og Norðurlandi vestra mun ganga yfir frá 10 til 15. Mikið foktjón varð á Norður- og Austurlandi í gær. Þakplötur fuku af húsum, rúður brotnuðu og lausamunir fóru á flug. Á annað hundrað tilkynningar bárust Landsbjörgu á höfuðborgarsvæðinu og um 300 á landinu öllu. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. Nokkrar truflanir og bilanir hafa orðið hjá Landsneti og Rarik. Varað er við eldingahættu í dag. Strætó felldi niður ferðir utan höfuðborgarsvæðisins fyrri hluta dags. Allar viðvaranir verða dottnar úr gildi klukkan 20, að óbreyttu. Vísir fylgist með gangi mála í vaktinni og tekur við ábendingum og myndefni á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Ef vaktin birtist ekki strax er ráð að endurhlaða síðunni.
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Almannavarnir Færð á vegum Björgunarsveitir Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira