Nýja hurðin sprakk upp Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2025 10:36 Þakplötur fuku um Siglufjörð í nótt og talsverð hætta myndaðist. Vísir Talsverð hætta skapaðist á Siglufirði í nótt þegar þakplötur tveggja stórra iðnaðarhúsa losnuðu og fuku um bæinn. „Þetta var löng nótt,“ segir slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð. Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“ Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Jóhann K. Jóhannsson, slökkviliðsstjórinn í Fjallabyggð, segir rjómablíðu vera í sveitarfélaginu eins og er, snjór falli beint niður en von sé á öðrum hvelli fljótlega. Veðrið verra í nótt en þegar viðvörunin var í gildi Fáir, ef nokkur, fóru varhluta af óveðrinu sem skall á síðdegis í gær. Siglfirðingar og Ólafsfirðingar fóru einna verst út úr illviðrinu í gær og í nótt. Rauð veðurviðvörun tók aftur gildi klukkan 10 og viðbragðsaðilar eru í startholunum. Bárujárn af þaki vafðist utan um Lífsbjörg, minnisvarða um drukknaða sjómenn á Siglufirði.Vísir „Þetta var löng nótt. Það sem er merkilegt við þetta er að veðrið var eiginlega verra í nótt en þegar rauða viðvörunin var í gildi í gær hér á okkar svæði og viðbragðsaðilar voru að störfum til klukkan að verða fimm í morgun. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið, bæði á Ólafsfirði og Siglufirði,“ segir Jóhann. Kirkjudyrnar fuku aftur upp Jóhann segir að talsverðar skemmdir hafi orðið á Siglufirði, sér í lagi vegna tveggja stórra þaka af iðnaðarhúsum sem losnuðu og fuku um bæinn. Þá hafi hurðin að Siglufjarðarkirkju sprungið upp. Það gerðist einnig í aftakaveðri sem gekk yfir bæinn í mars árið 2023. Þá þurfti „blankur“ söfnuðurinn að fjárfesta í nýrri hurð. „Þetta var hluti af þeim verkum sem við sinntum og vinnan okkar í nótt var í rauninni aðallega að fergja þakplötur sem höfðu losnað af þessum tveimur iðnaðarhúsum og fokið í gegnum bæinn. Það skapaðist töluverð hætta þegar þetta gerðist.“ Hurðin að Siglufjarðarkirkju var svo gott sem ný þegar hún „sprakk upp“ í nótt.Vísir Talsvert tjón Jóhann segir að ljóst að telsvert tjón hafi orðið í sveitarfélaginu en þó eigi eftir að meta umfangið. Verktakar séu að tryggja það sem tryggt verður áður en óveður skellur aftur á. „Það er svo sem ekki búið að meta heildartjónið en ég myndi telja að það væri umtalsvert.“
Veður Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Fjallabyggð Slökkvilið Tengdar fréttir Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37
Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Ofsaveðrið sem gekk yfir landið í gær gekk niður að hluta í nótt en nýjar rauðar viðvaranir taka gildi frá því klukkan sjö, fyrst á Austfjörðum og Miðhálendinu. 6. febrúar 2025 06:18