Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 4. febrúar 2025 21:21 Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Sigurjón Ólason Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. Fjallað var um málefni flugvallarins í fréttum Stöðvar 2. Þótt komin virðist niðurstaða um það hvernig farið verður með trjágróðurinn í aðflugslínu flugvallarins í Öskjuhlíð bíður næsta deilumál; hvort borgin fái flugvallarlandið í Skerjafirði afhent. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Tólf ár eru liðin frá því þáverandi fjármálaráðherra seldi Reykjavíkurborg landið. Borgin er búin að skipuleggja svæðið og byrjuð að úthluta lóðum. Hagsmunaaðilar innan fluggeirans með öryggisnefnd atvinnuflugmanna í fararbroddi telja hins vegar að húsbyggingar svo nærri flugbrautum muni skerða rekstraröryggi vallarins. Síðastliðið haust gerðist það að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, fyrirskipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarlandið. En Svandís sat ekki nógu lengi á ráðherrastól til að fylgja ákvörðun sinni eftir. Isavia beið átekta og hefur núna lagt málið í hendur nýs samgönguráðherra. En ætlar hann að láta þá ákvörðun forvera síns standa að flugvallargirðingin skuli færð? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Þetta er bara í skoðun, sko. Aðalatriðið er það að Reykjavíkurflugvöllur, hann mun verða Reykjavíkurflugvöllur. Hann mun vera áfram á sama stað og það eru engar áætlanir um það að hann fari burtu,“ svarar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Og það er mjög mikilvægt að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, á þessum tveimur brautum sem eru fyrir hendi, og taka niður trjágróður þegar þess þarf. Að þessi trjágróður sé ekki að vaxa upp í hindranafleti og það þurfi þá að takmarka umferð á einni brautinni. Eða loka. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Svæðið sem Reykjavíkurborg er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð kallast Nýi-SkerjafjörðurReykjavíkurborg -En telur þú þá koma til greina að endurskoða þessi áform um að borgin fái Skerjafjarðarsvæðið? „Það á bara eftir að koma í ljós. Þetta verður allavega ekki framkvæmd sem grefur undan Reykjavíkurflugvelli. Það eru alveg hreinar línur með það. Og allar framkvæmdir í kringum Reykjavíkurflugvöll eiga ekki að grafa undan tilvist Reykjavíkurflugvallar,“ segir ráðherrann í viðtali sem sjá má hér: Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra, hafði áður fallist á að borgin fengi Skerjafjarðarlandið og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði skipulag þess eitt hið verðlaunaðasta, eins og heyra má í þessari frétt: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Orra Eiríksson, talsmann öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Fjallað var um málefni flugvallarins í fréttum Stöðvar 2. Þótt komin virðist niðurstaða um það hvernig farið verður með trjágróðurinn í aðflugslínu flugvallarins í Öskjuhlíð bíður næsta deilumál; hvort borgin fái flugvallarlandið í Skerjafirði afhent. Dagur B. Eggertsson, þá staðgengill borgarstjóra, og Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, sömdu um kaup borgarinnar á flugvallarlandi ríkisins í Skerjafirði árið 2013.Reykjavíkurborg Tólf ár eru liðin frá því þáverandi fjármálaráðherra seldi Reykjavíkurborg landið. Borgin er búin að skipuleggja svæðið og byrjuð að úthluta lóðum. Hagsmunaaðilar innan fluggeirans með öryggisnefnd atvinnuflugmanna í fararbroddi telja hins vegar að húsbyggingar svo nærri flugbrautum muni skerða rekstraröryggi vallarins. Síðastliðið haust gerðist það að Svandís Svavarsdóttir, þáverandi innviðaráðherra, fyrirskipaði Isavia að afhenda borginni flugvallarlandið. En Svandís sat ekki nógu lengi á ráðherrastól til að fylgja ákvörðun sinni eftir. Isavia beið átekta og hefur núna lagt málið í hendur nýs samgönguráðherra. En ætlar hann að láta þá ákvörðun forvera síns standa að flugvallargirðingin skuli færð? Flugvallarlandið umdeilda í Skerjafirði.KMU „Þetta er bara í skoðun, sko. Aðalatriðið er það að Reykjavíkurflugvöllur, hann mun verða Reykjavíkurflugvöllur. Hann mun vera áfram á sama stað og það eru engar áætlanir um það að hann fari burtu,“ svarar Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. „Og það er mjög mikilvægt að tryggja flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli, á þessum tveimur brautum sem eru fyrir hendi, og taka niður trjágróður þegar þess þarf. Að þessi trjágróður sé ekki að vaxa upp í hindranafleti og það þurfi þá að takmarka umferð á einni brautinni. Eða loka. Það er algjörlega óásættanlegt.“ Svæðið sem Reykjavíkurborg er búin að skipuleggja undir íbúðabyggð kallast Nýi-SkerjafjörðurReykjavíkurborg -En telur þú þá koma til greina að endurskoða þessi áform um að borgin fái Skerjafjarðarsvæðið? „Það á bara eftir að koma í ljós. Þetta verður allavega ekki framkvæmd sem grefur undan Reykjavíkurflugvelli. Það eru alveg hreinar línur með það. Og allar framkvæmdir í kringum Reykjavíkurflugvöll eiga ekki að grafa undan tilvist Reykjavíkurflugvallar,“ segir ráðherrann í viðtali sem sjá má hér: Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi innviðaráðherra, hafði áður fallist á að borgin fengi Skerjafjarðarlandið og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, sagði skipulag þess eitt hið verðlaunaðasta, eins og heyra má í þessari frétt: Hér má sjá ítarlegra viðtal við Orra Eiríksson, talsmann öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Borgarstjórn Skipulag Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03 Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30 Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12 Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. 4. febrúar 2025 19:03
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
Segir að verjast þurfi árásum á flugvöllinn með fullum hnefa Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur skipað Isavia að afhenda borginni flugvallarland í Skerjafirði undir nýtt íbúðahverfi. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar þetta árásir á flugvöllinn, sem þurfi að verja með fullum hnefa. 7. október 2024 20:30
Segir þetta bara einn nagla í kistu Reykjavíkurflugvallar Sú ákvörðun innviðaráðherra og borgarstjóra að hefja uppbyggingu í Nýja Skerjafirði skerðir notagildi Reykjavíkurflugvallar og er einn naglinn í kistu vallarins, að mati talsmanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Borgarstjóri segir að þarna rísi eftirsótt hverfi samkvæmt verðlaunaskipulagi. 27. apríl 2023 22:12
Atvinnuflugmenn brýna Isavia að verja rekstraröryggi flugvallarins Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna varar við því að nýjar húsbyggingar í Skerjafirði skapi hættu fyrir flugvélar á Reykjavíkurflugvelli með ókyrrð og sviptivindum. Isavia er hvatt til að setja fótinn niður og tryggja rekstraröryggi flugvallarins. 16. febrúar 2022 21:20