Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 13:23 ADHD samtökin segja biðlista barna um og yfir 2 ár og miðað við óbreytt ástand geti fullorðnir sem koma nýir inn hjá AHDH teymi HH átt von á meira en 10 ára bið. Getty „ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“ Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“ Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“
Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira