Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 13:23 ADHD samtökin segja biðlista barna um og yfir 2 ár og miðað við óbreytt ástand geti fullorðnir sem koma nýir inn hjá AHDH teymi HH átt von á meira en 10 ára bið. Getty „ADHD samtökin gera skýlausa kröfu um að ritun ADHD grænbókar um stöðu ADHD greininga og möguleika til meðferðarúrræða verði endurskoðuð og endurunninn á faglegri forsendum.“ Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“ Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Þetta segir í lokaorðum umsagnar ADHD samtakanna um grænbók stjórnvalda um stöðu ADHD mála á Íslandi, sem lögð var fram í samráðsgátt þann 21. desember síðastliðinn. Samtökin gera margvíslegar athugasemdir við plaggið, meðal annars umfjöllun um „meintan veldisvöxt“ í greiningum og ofnotkun lyfja. Í samantekt yfir helstu athugasemdir samtakanna segir meðal annars að lítið sem ekkert sé fjallað um áhrif ADHD á lífslíkur, ævitekjur og almenna heilsu og lífsgæði fólks með ADHD. Þá sé sömuleiðis hjá því litið að fjalla um alvarlegar afleiðingar ógreinds og ómeðhöndlaðs ADHD fyrir einstaklinga og þeirra nánustu. Hvergi sé fjallað um nauðsyn miðlægs gagnagrunns yfir börn og fullorðna á biðlistum, jafnvel þótt tölur séu mjög á reiki við núverandi aðstæður, og þá er í umsögninni gerð athugasemd við að engum upplýsingum sé safnað um greiningar og meðferð einstaklinga hjá meðferðaraðilum utan opinbera heilbrigðiskerfisins. Þegar rýnt er í umsögnina er ljóst að samtökunum þykir skorta töluvert á yfirferð grænbókarhöfunda og túlkun þeirra á fyrirliggjandi gögnum. Þá virðast sumar ályktanir höfunda vekja furðu samtakanna, sem segja það meðal annars vekja undrun „að gefið sé til kynna að meðferð við ADHD sé eitthvað sérstaklega vandmeðfarin,“ umfram önnur veikindi, sjúkdóma, heilkenni og raskanir. Ályktanir dregnar án þess að tölur liggi fyrir ADHD samtökin gagnrýna harðlega þá niðurstöðu grænbókarhöfunda að veldisvöxtur sé „það eina sem nær að lýsa vextinum í lyfjanotkun“ þegar kemur að ADHD. Grænbókarhöfundar segja lyfjanotkunina virðast komna fram úr ætluðu algengi. Samtökin segja hins vegar engar tölur liggja fyrir um algengi hjá börnum á Íslandi né heldur hversu margir einstaklingar greinast árlega. Þá sé breytileikinn í tíðni ADHD afar mikill eftir rannsóknum og rannsóknaraðferðum. „Ekki liggur heldur fyrir hvernig notkun á ADHD lyfjum sé háttað, svo sem hvort fólk sé að nota lyfin að staðaldri hvort margir hætti fljótlega á lyfjum vegna ónógs árangurs eða hversu stór hópur er að taka litla eða stóra skammta o.s.frv,“ segir meðal annars í umsögn samtakanna. ADHD samtökin gera athugasemdir við túlkun grænbókarhöfunda á rannsóknum og segja sumar þeirra benda til þess að algengi ADHD sé mun meira en haldið er fram. Tölur frá Svíþjóð séu til að mynda „í hróplegu ósamræmi við fullyrðingar þess efnis að Íslendingar séu einhverjum ljósárum ofar en aðrar þjóðir“. Samtökin segja ályktanir dregnar um fjölda greininga, ofgreiningar og lyfjameðferðir án þess að tölur liggi fyrir. Þá segja þau óskiljanlegt að ekki hafi verið kallað eftir upplýsingum frá einkastofum sem gefa sig út fyrir að sinna greiningum, þrátt fyrir að fullyrt sé að stór hluti greininga fari fram hjá þeim. Í umsögninni eru einnig gerðar fjölda athugasemda við umfjöllun grænbókarhöfunda um lyfjameðferð við ADHD. Samtökin segja meðal annars að setja verði skýra fyrirvara við þá túlkun að veldisvöxur hafi orðið í lyfjanotkun á Íslandi. Ljóst sé að aukning hafi orðið alls staðar á Norðurlöndum. „En hér virðist horft fram hjá því augljósa: Þessi þróun hefst mun fyrr á Íslandi og aukning undanfarin ár eitthvað sem síðar muni komi fram hjá hinum löndunum; allt bendi til að hinar þjóðirnar stefni í nákvæmlega sömu átt. Því þurfi að fara varlega í að draga of eindregnar ályktanir um að orsakavaldurinn hér séu ofgreiningar eða illa unnar greiningar eins og haldið er fram í skýrslunni,“ segir meðal annars. ADHD samtökin segja að lokum að ef misbrestir séu til staðar varðandi greiningarferlið beri yfirvöldum hrein og klár skylda til að taka á því. Það sé sjálfsögð og eðlileg krafa að fólk fái þá meðferð sem það þarf á að halda. „Núverandi drög að grænbók innihalda margvíslegar upplýsingar sem orðið geta til gagns. Höldum því góða til haga, en losum okkur um leið við gamlar kreddur og rangtúlkanir á gögnum út frá löngu úreltum hugmyndum.“
Heilbrigðismál ADHD Lyf Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira