Trump enn iðinn við kolann: Beinir sjónum að hernum og alþjóðasamvinnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. janúar 2025 06:42 Trump ræðir við blaðamenn um borð í Air Force One. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið iðinn við kolann frá því að hann sór embættiseiðinn fyrir rúmri viku síðan en í gær undirritaði hann nokkrar forsetatilskipanir til viðbótar þeim tugum sem hann gaf út í síðustu viku. Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta. Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Tilskipanirnar varða meðal annars afnám allra DEI aðgerða í hernum, það er að segja aðgerðir er varða fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu, eins og hefur verið gert í stjórnkerfinu öllu. Þá fjallaði ein tilskipunin um útrýmingu „kynjaöfgahyggju“ innan hersins. Tilskipunin hefur ekki verið birt en er talin varða trans fólk. Trump lýsti því yfir í fyrri forsetatíð sinni að hann hygðist banna trans fólk innan hersins; fókusinn þyrfti að vera á „ákveðnum og afdráttarlausum sigri“ án íþyngjandi lækniskostnaðar og annars álags vegna trans hermanna. Þá fyrirskipaði forsetinn í gær að allir þeir hermenn sem voru látnir fjúka fyrir að neita að gangast undir bólusetningu gegn Covid-19 fái stöður sínar á ný. Alþjóðasamvinna í uppnámi En stjórnvöld vestanhafs gerðu annað og meira en að setja hernum þrengri skorður í gær. Starfsmönnum sóttvarnastofnunarinnar (CDC) var meðal annars fyrirskipað að hætta samstundis öllu samstarfi við Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Ákvörðunin er sögð munu setja fjölda verkefna á erlendri grundu í uppnám, sem meðal annars varða útbreiðslu hættulegra sjúkdóma í Afríku. Öll erlend neyðaraðstoð er einnig í uppnámi en fjöldi starfsmanna U.S.Aid var settur í leyfi í gær, vegna gruns um að þeir hefðu unnið að því að komast framhjá tilskipun forsetans um stöðvun verkefna. Þá var fjölda saksóknara sagt upp, sem eiga það sameiginlegt að hafa unnið að rannsókn mála gegn Trump í stjórnartíð Joe Biden. Sögðu yfirvöld að umræddum einstaklingum væri ekki treystandi til að fylgja eftir stefnu núverandi forseta.
Bandaríkin Donald Trump Málefni trans fólks Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira