Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 21:23 Tilskipanirnar eru mikið reiðarslag fyrir bandaríska borgara. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“ Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“
Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Sjá meira