Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. janúar 2025 21:23 Tilskipanirnar eru mikið reiðarslag fyrir bandaríska borgara. Vísir/Einar Framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi segir tilskipanir nýs forseta Bandaríkjanna mikið reiðarslag fyrir borgara landsins. Ný lög hafa vakið upp ótta meðal innflytjenda. Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“ Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjanna samþykkti í gærkvöldi frumvarp sem kveður á um að óskráðir innflytjendur, sem grunaðir eru um þjófnað eða ofbeldisglæpi, skuli settir í varðhald. Lögin eru í takt við breytta stefnu í innflytjendamálum eftir að Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudag. Margir innflytjendur óttast að yfirgefa heimili sín og senda börnin í skóla. Á fyrstu dögum sínum í embætti skrifaði Trump undir fjölda tilskipana, svo sem að lýsa yfir neyðarstigi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó ásamt því að gera það erfiðara fyrir innflytjendur að sækja um hæli í landinu. Hann undirritaði einnig tilskipun um að stefna stjórnvalda í Bandaríkjunum væri sú að einungis séu tvö kyn, karl og kona. Þá hafa stjórnvöld skipað öllum yfirmönnum ráðuneyta og stofnana að setja alla starfsmenn sem starfað hafa að málum er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi í leyfi. Þessu starfsfólki á að segja upp um áramótin. Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi, segir nýjar tilskipanir Trump, ásamt nýja frumvarpinu, mikið reiðarslag fyrir Bandaríkjamenn en einnig allan heiminn. „Á þessum fyrstu klukkustundum Trumps í embætti þá vill hann innleiða og setur fram þessar tilskipanir þess eðlis að draga til baka réttindi sem eru bæði stjórnarskrárvarin og réttindi sem hefur verið barist fyrir í gegnum árin og áratugina. Þetta er mikið reiðarslag fyrir réttindi hinsegin fólks, innflytjenda, flóttafólks. Við sjáum þarna að hann er víða að grafa undan mannréttindum borgarana,“ segir Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty International á Íslandi. „Þetta er auðvitað eitt valdamesta embætti heims. Hann setur ákveðið fordæmi og gefur kannski svigrúm fyrir önnur ríki til að fara svipaðar stefnumál í huga. Auðvitað erum við fyrst og fremst að hugsa hvaða áhrif þetta hefur á borgara Bandaríkjanna og svo hvaða áhrif hefur þetta á líf fólks um allan heim.“ Aðgerðir Trump koma Önnu samt sem ekki á óvart. „Við sjáum líka hann draga sig úr Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, hann dregur Bandaríkin úr Parísarsáttmálanum. Þetta hefur víðtækar afleiðingar, bæði fyrir borgara Bandaríkjanna en líka út um allan heim,“ segir Anna. Anna segir Amnesty International muni fylgjast með stöðunni í Bandaríkjunum. „Við berjumst fyrir mannréttindum um heim allan en það skiptir ekki máli hver situr í sætinu í Hvíta húsinu.“
Mannréttindi Donald Trump Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira