Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2025 07:00 Hafnfirðingur að leik á Sveinskotsvelli Keilis. Langur biðlisti er eftir aðild þar og hinn klúbbur bæjarins, Setberg, gæti misst núverandi vallarsvæði sitt á næstu árum. Vísir/Vilhelm Formaður starfshóps sem Hafnarfjarðarbær hefur skipað til að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll segist líta til þess að hann verði að almennu útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Báðir golfklúbbar bæjarins eru áhugasamir um að reka nýjan völl. Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að skipa starfshóp til þess að hafa samráð við hagaðila um nýjan golfvöll í landi sveitarfélagsins 9. janúar í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi. Í erindisbréfi hópsins er meginverkefni hans sagt að kanna mögulegar staðsetningar fyrir golfvöll og koma með tillögur um staðsetningu auk þess að að móta tillögur um gerð vallar og fyrirkomulag rekstrar. Skipulagning nýs golfvallar var að finna í málefnasamningi sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gerðu með sér þegar flokkarnir mynduðu meirihluta í Hafnarfirði eftir bæjarstjórnarkosningar árið 2022. Fram að þessu hefur verið gert ráð fyrir golfvelli í Selhrauni í aðalskipulagi bæjarins. Gert hefur verið ráð fyrir golfvelli í Selhrauni í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Unnið er að nýjum aðalskipulagi og starfshópi hefur verið falið að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll.Vísir Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður starfshópsins og fyrrverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir Selhraun enn koma vel til greina fyrir nýjan völl. „En við erum líka að horfa á að tengja þetta við upplandið þannig að þetta verði útivistarsvæði fyrir fólk almennt. Það er auðvitað öflugt útivistarsvæði í dag. Þú ert með Hvaleyrarvatn, þú ert með hestamannafélag og slíka starfsemi sem getur vel fallið að starfsemi golfklúbbs,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður, stýrir starfshópi um nýjan golfvöll í Hafnarfirði. Í sama streng tekur Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, annars tveggja golfklúbba í Hafnarfirði sem sækjast eftir nýju vallarsvæði. „Við einblínum á að þetta verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga með fjölnotkunarmöguleikum í alls konar útivist,“ segir Ólafur Þór. Dýrasti hlutinn af framkvæmdum við nýjan golfvöll séu innviðirnir: bílastæði, aðgengi og íþróttamiðstöð. Þeir innviðir eigi að geta nýst fleiri hópum sem stundi útivist á svæðinu til framtíðar. „Við sjáum bara fram á bjartari tíma og fleiri golfholur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.“ Setberg leitar að stað til að halda starfseminni áfram Tveir golfklúbbar eru í Hafnarfirði. Golfklúbburinn Keilir rekur Hvaleyrarvöll, átján holu golfvöll sem nær yfir Hvaleyri og út í Hvaleyrarhraun, auk Sveinskotsvallar, styttri níu holu vallar á Hvaleyri. Golfklúbburinn Setberg rekur Setbergsvöll sem er bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Báðir klúbbar lögðu fram erindi til Hafnarfjarðarbæjar í haust um samstarf um nýtt vallarsvæði. Í erindi Keilis í nóvember var óskað eftir því að bærinn gerði viljayfirlýsingu við klúbbinn um nýjan völl í upplandi Hafnarfjarðar. Vísaði klúbburinn til þess að hann hefði þrýst á um samvinnu við bæinn um nýjan 27 holna golfvöll þar frá aldamótum. Gönguskíðafólk á ferð við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Golfáhugamenn líta til upplands Hafnarfjarðar fyrir nýjan golfvöll.Vísir/Vilhelm Setberg fór einnig fram á viljayfirlýsingu um nýjan völl í ljósi þess að klúbburinn standi frammi fyrir því að missa núverandi vallarsvæði sitt þar sem unnið sé að skipulagi byggðar þar. „Við vitum ekki hversu lengi við fáum að vera á núverandi stað en það liggur fyrir að við munum þurfa að færa starfsemi klúbbsins annað. Það er því afar mikilvægt að við fáum nýtt svæði á næstunni þar sem uppbygging á nýjum golfvelli tekur nokkur ár. Við teljum afar mikilvægt fyrir samfélagið og golfíþróttina að starfsemi okkar klúbbs verði ekki lögð niður,“ segir Högni Friðþjófsson, formaður Setbergs, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Kæmi til greina að deila vellinum Á fjórða hundrað manns eru á biðlista eftir því að komast inn í Keili. Nokkurra ára bið er eftir aðild að mörgum klúbbum á höfuðborgarsvæðinu þar sem Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, sagði að væri umframeftirspurn eftir golfi. Ólafur Þór, framkvæmdastjóri Keilis, segir sinn klúbb með innviði til þess að taka við rekstri nýs golfvallar. Hann bendir þó á að sums staðar sé algengt að fleiri en einn klúbbur sé um sama völlinn, þar á meðal á Englandi. „Við erum í raun bera að berjast fyrir fleiri golfholum fyrir kylfinga og létta á þeirri pressu sem er í gangi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólafur Þór. Varðandi rekstur á nýjum golfvelli segir Ágúst Bjarni, formaður starfshópsins, að enn eigi eftir að ræða allt sem tengist rekstrarfyrirkomulagi og fjármögnun. Starfshópurinn eigi eftir að ræða við forsvarsmenn beggja golfklúbba. „Það er auðvitað sérþekking til staðar innan beggja félaganna,“ segir hann. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, með Hvaleyrarvöll í bakgrunni.mynd/keilir.is Upphafspunkturinn að fjölga golfholum Fyrsti fundur starfshópsins var fyrirhugaður í síðustu viku og segir Ágúst Bjarni að línur skýrist nú fljótt, þar á meðal um stærð hugsanlegs golfvallar. „Við erum að vinna með það núna að fjölga golfholum fyrir iðkendur. Það er svona upphafspunkturinn. Hvað holurnar verða margar og hversu umfangið verður mikið þarf aðeins að koma í ljós. Í mínum huga kemur til greina að tengja þetta við önnur útivistarsport eins og hestamennsku, hjólreiðar og annað og hvort að það sé einhver samlegð þarna á milli og það sé hægt að byggja flotta útivistaraðstöðu,“ segir formaður starfshópsins. Ágúst Bjarni gerir ráð fyrir að hópurinn vinni hratt og að hann gæti skilað af sér tillögum í lok sumars. Hafnarfjörður Skipulag Golfvellir Golf Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti að skipa starfshóp til þess að hafa samráð við hagaðila um nýjan golfvöll í landi sveitarfélagsins 9. janúar í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi. Í erindisbréfi hópsins er meginverkefni hans sagt að kanna mögulegar staðsetningar fyrir golfvöll og koma með tillögur um staðsetningu auk þess að að móta tillögur um gerð vallar og fyrirkomulag rekstrar. Skipulagning nýs golfvallar var að finna í málefnasamningi sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn gerðu með sér þegar flokkarnir mynduðu meirihluta í Hafnarfirði eftir bæjarstjórnarkosningar árið 2022. Fram að þessu hefur verið gert ráð fyrir golfvelli í Selhrauni í aðalskipulagi bæjarins. Gert hefur verið ráð fyrir golfvelli í Selhrauni í aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Unnið er að nýjum aðalskipulagi og starfshópi hefur verið falið að finna staðsetningu fyrir nýjan golfvöll.Vísir Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður starfshópsins og fyrrverandi formaður bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar, segir Selhraun enn koma vel til greina fyrir nýjan völl. „En við erum líka að horfa á að tengja þetta við upplandið þannig að þetta verði útivistarsvæði fyrir fólk almennt. Það er auðvitað öflugt útivistarsvæði í dag. Þú ert með Hvaleyrarvatn, þú ert með hestamannafélag og slíka starfsemi sem getur vel fallið að starfsemi golfklúbbs,“ segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni Garðarsson, fyrrverandi þingmaður, stýrir starfshópi um nýjan golfvöll í Hafnarfirði. Í sama streng tekur Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, annars tveggja golfklúbba í Hafnarfirði sem sækjast eftir nýju vallarsvæði. „Við einblínum á að þetta verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga með fjölnotkunarmöguleikum í alls konar útivist,“ segir Ólafur Þór. Dýrasti hlutinn af framkvæmdum við nýjan golfvöll séu innviðirnir: bílastæði, aðgengi og íþróttamiðstöð. Þeir innviðir eigi að geta nýst fleiri hópum sem stundi útivist á svæðinu til framtíðar. „Við sjáum bara fram á bjartari tíma og fleiri golfholur fyrir Hafnfirðinga og nærsveitarmenn.“ Setberg leitar að stað til að halda starfseminni áfram Tveir golfklúbbar eru í Hafnarfirði. Golfklúbburinn Keilir rekur Hvaleyrarvöll, átján holu golfvöll sem nær yfir Hvaleyri og út í Hvaleyrarhraun, auk Sveinskotsvallar, styttri níu holu vallar á Hvaleyri. Golfklúbburinn Setberg rekur Setbergsvöll sem er bæði í landi Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Báðir klúbbar lögðu fram erindi til Hafnarfjarðarbæjar í haust um samstarf um nýtt vallarsvæði. Í erindi Keilis í nóvember var óskað eftir því að bærinn gerði viljayfirlýsingu við klúbbinn um nýjan völl í upplandi Hafnarfjarðar. Vísaði klúbburinn til þess að hann hefði þrýst á um samvinnu við bæinn um nýjan 27 holna golfvöll þar frá aldamótum. Gönguskíðafólk á ferð við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði. Golfáhugamenn líta til upplands Hafnarfjarðar fyrir nýjan golfvöll.Vísir/Vilhelm Setberg fór einnig fram á viljayfirlýsingu um nýjan völl í ljósi þess að klúbburinn standi frammi fyrir því að missa núverandi vallarsvæði sitt þar sem unnið sé að skipulagi byggðar þar. „Við vitum ekki hversu lengi við fáum að vera á núverandi stað en það liggur fyrir að við munum þurfa að færa starfsemi klúbbsins annað. Það er því afar mikilvægt að við fáum nýtt svæði á næstunni þar sem uppbygging á nýjum golfvelli tekur nokkur ár. Við teljum afar mikilvægt fyrir samfélagið og golfíþróttina að starfsemi okkar klúbbs verði ekki lögð niður,“ segir Högni Friðþjófsson, formaður Setbergs, í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Kæmi til greina að deila vellinum Á fjórða hundrað manns eru á biðlista eftir því að komast inn í Keili. Nokkurra ára bið er eftir aðild að mörgum klúbbum á höfuðborgarsvæðinu þar sem Hulda Bjarnadóttir, forseti Golfsambands Íslands, sagði að væri umframeftirspurn eftir golfi. Ólafur Þór, framkvæmdastjóri Keilis, segir sinn klúbb með innviði til þess að taka við rekstri nýs golfvallar. Hann bendir þó á að sums staðar sé algengt að fleiri en einn klúbbur sé um sama völlinn, þar á meðal á Englandi. „Við erum í raun bera að berjast fyrir fleiri golfholum fyrir kylfinga og létta á þeirri pressu sem er í gangi á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ólafur Þór. Varðandi rekstur á nýjum golfvelli segir Ágúst Bjarni, formaður starfshópsins, að enn eigi eftir að ræða allt sem tengist rekstrarfyrirkomulagi og fjármögnun. Starfshópurinn eigi eftir að ræða við forsvarsmenn beggja golfklúbba. „Það er auðvitað sérþekking til staðar innan beggja félaganna,“ segir hann. Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Keilis, með Hvaleyrarvöll í bakgrunni.mynd/keilir.is Upphafspunkturinn að fjölga golfholum Fyrsti fundur starfshópsins var fyrirhugaður í síðustu viku og segir Ágúst Bjarni að línur skýrist nú fljótt, þar á meðal um stærð hugsanlegs golfvallar. „Við erum að vinna með það núna að fjölga golfholum fyrir iðkendur. Það er svona upphafspunkturinn. Hvað holurnar verða margar og hversu umfangið verður mikið þarf aðeins að koma í ljós. Í mínum huga kemur til greina að tengja þetta við önnur útivistarsport eins og hestamennsku, hjólreiðar og annað og hvort að það sé einhver samlegð þarna á milli og það sé hægt að byggja flotta útivistaraðstöðu,“ segir formaður starfshópsins. Ágúst Bjarni gerir ráð fyrir að hópurinn vinni hratt og að hann gæti skilað af sér tillögum í lok sumars.
Hafnarfjörður Skipulag Golfvellir Golf Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira