Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. janúar 2025 12:13 Græna vöruskemman er í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Vísir/Vilhelm Búseti hefur lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna grænu vöruskemmunar við Álfabakka 2. Í kærunni er farið fram á að framkvæmdirnar verði stöðvaðar. Niðurstöðu er að vænta innan fárra vikna. Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“ Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Græna vöruskemman sem rís við Álfabakka hefur varla farið fram hjá neinum en kraftmikil umræða hefur átt sér stað um málið, ekki síst vegna íbúanna sem nú sjá aðeins grænt út um gluggann. Vöruhúsið er staðsett í um fjórtán metra fjarlægð frá fjölbýlishúsi Búseta. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að Búseti hefði nú lagt fram stjórnsýslukæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Erlendur Gíslason hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Búseta. „Kæran snýst um að ákvörðun byggingafulltrúa um að synja stöðvun framkvæmda við Álfaabakka verði felld úr gildi. Við fórum fram á það í desember en synjunin varð 20. desember. Búseti telur skipta máli að þó að framkvæmdirnar séu langt komnar þá séu þær engu að síður stöðvaðar svo hægt sé að bregðast við og grípa til einhverra ráðstafana sem lýst hefur verið yfir af Reykjavíkurborg og fleirum; að sé hægt að draga úr umfangi byggingarinnar og það er auðveldara að gera það ef framkvæmdirnar eru stöðvaðar heldur en ef þær halda áfram,“ segir Erlendur. Í ljósi þess að forsvarsmenn Búseta fara í kærunni fram á að framkvæmdir verði stöðvaðar þarf nefndin að taka kæruna fyrir svo fljótt sem auðið er. „Við vonumst til þess að það verði innan fárra vikna. Við skilum inn kærunni um miðjan janúar og Reykjavíkurborg er nýbúin að fá að skila athugasemdum, fékk vikufrest til þess, þannig að við vonum að nefndin taki sér ekki margar vikur til þess að taka ákvörðun.“
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Tengdar fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34 Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48 Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. 22. janúar 2025 06:34
Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Um 60 manns voru viðstödd íbúafund í kvöld um skipulagsmál í Suður-Mjódd. Fundurinn samþykkti ályktun um að vöruhúsið sem er að rísa við Álfabakka 2a verði fjarlægt. 16. janúar 2025 23:48
Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Forstjóri Haga segir félaginu þykja miður að byggingin við Álfabakka 2, sem félagið hyggst leigja undir ákveðinn hluta starfsemi sinnar, valdi óþægindum fyrir nágranna og hafi fullan skilning á sjónarmiðum íbúa sem fram hafa komið eftir að byggingin reis. 9. janúar 2025 11:45