Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 21:53 Linda Fagan yfirmaður bandarísku strandgæslunnar hefur verið látin fjúka. Ríkisstjórn Trumps hyggst reka um þúsund embættismenn sem samrýmast ekki framtíðarsýn þeirra um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær á ný. Getty Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira