Kannast ekki við að vera látinn Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2025 11:15 Jakob R. Möller kannast ekki við að vera látinn. Eða, það væri þá sérstakt að hann væri í síma að spjalla við blaðamann Vísis og búinn að geispa golunni. Slíkt gerist bara á miðilsfundum. vísir/vilhelm Jakob R. Möller, einn kunnasti lögmaður landsins, var úrskurðaður látinn af vefmiðlinum Mannlíf. Þar var andlátsfregn af andláti Jakobs Þ. Möller úr Mogganum afrituð en mynd af Jakobi R sett við. Mörgum brá í brún. Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“ Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Vísi bárust þegar ábendingar þess efnis að Jakob væri sprelllifandi og það kom á daginn að svo var þegar Vísir hringdi í Jakob. „Nei, ég kannast ekki við að vera látinn. En við vorum bræðrasynir,“ segir Jakob sem nú syrgir frænda sinn sem var fjórum árum eldri en hann sjálfur. Andlátsfregn Mannlífs, sem vefmiðillinn sópaði upp úr Morgunblaðinu. En myndin er af Jakobi R. ekki Jakobi Þ. og varð ýmsum brugðið, þeim sem fara inn á Mannlífsvefinn. „Já, ég er allaveganna ekki dáinn. Það er frekar sjaldgæft að látnir menn tali við aðra í síma. Kannski á miðilsfundum. En Kobbi dó 14. þessa mánaðar.“ Jakob segir að þeir nafnar hafi verið miklir vinir alla tíð. „Þetta er í raun og veru þannig að það er eins og ég hafi misst eldri bróður minn. En þegar menn eru komnir á þennan aldur er við þessu að búast.“ Fyrir hefur komið að þeim hafi áður verið ruglað saman en Jakob sá sem lifandi er heitir Jakob Ragnar en frændi hans Jakob Þórir. Báðir eru þeir svo Möller. „Og til að gera þetta enn „auðveldara“ erum við báðir lögfræðingar.“ Andlátsfregn Morgunblaðsins en blaðið hefur haldið vel utan um andlátsfregnir og minningargreinar. Þetta eru því að einhverju leyti skiljanleg en meinleg mistök hjá Mannlífi sem hefur reyndar átt í stökustu vandræðum með að segja andlátsfréttir, sem Mannlíf vill greinilega standa í. Nýverið tapaði Reynir Traustason ritstjóri máli gegn Atla Þorsteinssyni sem vildi ekki una því að minningargrein sem hann hafði ritað um bróður sinn hafi verið endurbirt í Mannlíf. Þó þessi mistök hafi orðið til að ýmsum hafi verið brugðið við dvelur Jakob ekki við þetta. „Hann var 88 ára, fæddur 1936. Okkur er öllum útmældur einhver tími og við ráðum engu um það.“ Jakob segir að hann hafi farið á eftirlaun fyrir tíu árum og sé sestur í helgan stein. „Þetta eru kannski skiljanleg mistök. Ég veit ekki hvernig þetta gerist. En, já. Menn eiga að minnsta kosti að gá. Verð ég ekki að segja, eins og Mark Twain: Fréttir af andláti mínu eru stórlega ýktar.“
Fjölmiðlar Andlát Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira