Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2025 20:04 Eins og sést á þessari mynd, sem Einar Sindri tók er flóðið mjög stórt og nær yfir einhverja þúsundir hektara þegar allt er tiltekið. Einar Sindri Ólafsson Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira