Íbúar innlyksa vegna flóðs í Ölfusá Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. janúar 2025 20:04 Eins og sést á þessari mynd, sem Einar Sindri tók er flóðið mjög stórt og nær yfir einhverja þúsundir hektara þegar allt er tiltekið. Einar Sindri Ólafsson Þúsundir hektara lands eru á floti eftir flóð í Ölfusá í Arnarbælishverfinu svonefnda í Ölfusi í dag. Nokkrir íbúar á sveitabæjum þar eru innlyksa í húsum sínum vegna flóðsins. Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Það er eins og yfir hafsjó að líta þegar horft er yfir svæðið og jarðirnar í Arnarbælishverfinu, það er vatn út um allt. Bændur hafa fylgst vel með ástandinu í dag. „Já, við höfum eiginlega ekki séð svona vatnsmagn síðan 1983 en þá var það töluvert meira og meiri jakaburður og ís, sem kom með því flóði,” segir Kristbjörg Eyvindsdóttir, bóndi á bænum Grænhóli í Ölfusi og bætir við. „Mér skilst að það sé farið að leka hérna inn í hús í Ósgerði í skemmu, sem er þar en ég veit ekki stöðuna á Arnarbælistorfunni, það er bara ekki fært þangað.” Og það hefur vaxið rosalega mikið í þessu í dag eða hvað ? „Já, þetta gerðist ótrúlega hratt. Rétt upp úr klukkan 11 var alveg akstursfært hérna út eftir en tæpum klukkutíma seinna var þetta alveg orðið kolófært, meira að segja á dráttarvél.” Kristbjörg, sem segir að flóðið hafi vaxtið ótrúlega hratt í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kristbjörg segist vita um eitthvað af íbúum, sem eru innlyksa á heimilum sínum vegna flóðsins. Einar Sindri, starfsmaður Eflu myndaði flóði með dróna í dag og þar sést mjög vel hvað umfangið er rosalega mikið. „Það er bara vatn hérna alveg upp með öllu og niður með öllu. Þetta er bara eins og sjór yfir að líta,” segir Einar Sindri. Einar Sindri segir að þetta séu örugglega einhverjir þúsundir hektara, sem eru undir vatni. Hvert heldur þú að framhaldið verði, hverju spáir þú? „Það hlýtur að sjatna,” segir Kristbjörg hlægjandi. Einar Sindri, ásamt pabba sínum og Kristbjörgu að skoða drónamyndir, sem hann tók í dag af flóðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Veður Landbúnaður Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira