Stefnir allt í verkfall slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna Bjarki Sigurðsson skrifar 16. janúar 2025 12:07 Slökkviliðsmenn að störfum sumarið 2023. Vísir/Vilhelm Mikill pirringur er meðal slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna vegna hægs gangs í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög. Stéttirnar greiða atkvæði um verkfallsboðun um helgina. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, hefur verið í kjaraviðræðum við ríki og sveitarfélög í fjórtán mánuði. Deiluaðilar funduðu síðast fyrir tæpum mánuði síðan en viðræður hafa gengið afar hægt að sögn Bjarna Ingimarssonar, formanns LSS. Þolinmæði er á þrotum og greiða félagsmenn atkvæði um verkfall um helgina. Verði það samþykkt hefst það 10. febrúar og myndi hafa mikil áhrif. „Við erum með takmarkaðan verkfallsrétt. Við þurfum að sinna helstu verkefnum, hvort sem það er í slökkviliði eða sjúkraflutningum. Svo eru það minni verkefni sem falla til hliðar. Við erum með boðtæki sem eru notuð til að ná til okkar í stærri verkefnum þar sem er þörf á auknu viðbragði. Við munum skila þeim boðtækjum inn. Svo fylgir þessu yfirvinnubann, þannig við munum ekki manna vaktirnar nema upp að neyðarmönnun,“ segir Bjarni. Bjarni Ingimarsson er vettvangsstjóri á svæðinu.Vísir Hann telur líklegt að verkfallsaðgerðir verði samþykktar. „Það er kominn töluverður pirringur í okkar hóp. Búinn að vera í svolítinn tíma. Við höfum gefið ágætis svigrúm úi þessum kjaraviðræðum. Bæði voru heildarsamtökin í viðræðum síðasta vor og svo hafa kennarar fengið mikinn tíma hjá sambandinu núna. Þannig við höfum gefið ágætis sveigjanleika en á endanum þurfum við að gera kröfu um að það verði samið við okkur og að við fáum alvöru samtal um kjarasamning,“ segir Bjarni. Stjórnendum LSS hefur ekki þótt ástæða til að funda með ríki og sveitarfélögum síðustu vikur. „Það vantar þónokkuð upp á þeirra vinnu og þátttöku í viðræðunum,“ segir Bjarni.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira