Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2025 14:24 Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands. EPA/PIOTR NOWAK Donald Tusk, forsætisráðherra Póllands, sakaði í dag Rússa um að hafa skipulagt hryðjuverkaárásir gegn flugvélögum víðsvegar um heiminn. Rússar hafa verið sakaðir um að senda eldsprengjur með flugvélum. „Ég get ekki farið út í smáatriði. Ég get eingöngu staðfest þann ótta að Rússar voru að skipuleggja hryðjuverkaárásir í háloftunum. Ekki eingöngu gegn Póllandi, heldur gegn flugfélögum víðsvegar um heiminn,“ sagði Tusk á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tusk var líklega að tala um eldsprengjur sem Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að senda með flugvélum til Bandaríkjanna og Kanada. Tvær slíkar sprengjur sprungu í sumar, önnur í Bretlandi og hinn í Þýskalandi, og þar að auki eru tvær sagðar hafa fundist í Póllandi. Spjótin hafa beinst að leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og hafa fregnir borist af því að helstur ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafi lagt mikið kapp á að koma viðvörunum til Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, um að þessar sprengjusendingar yrðu ekki liðnar. Sjá einnig: Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Ráðamenn í Póllandi hafa meðal annars sakað Rússa um að bera ábyrgð á íkveikjuárásum og öðrum skemmdarverkum í Póllandi. Pólverjar létu Rússa loka einni af þremur ræðismannsskrifstofum þeirra í Póllandi í fyrra. Pólland Rússland Fréttir af flugi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
„Ég get ekki farið út í smáatriði. Ég get eingöngu staðfest þann ótta að Rússar voru að skipuleggja hryðjuverkaárásir í háloftunum. Ekki eingöngu gegn Póllandi, heldur gegn flugfélögum víðsvegar um heiminn,“ sagði Tusk á blaðamannafundi með Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu, í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tusk var líklega að tala um eldsprengjur sem Rússar hafa verið sakaðir um að reyna að senda með flugvélum til Bandaríkjanna og Kanada. Tvær slíkar sprengjur sprungu í sumar, önnur í Bretlandi og hinn í Þýskalandi, og þar að auki eru tvær sagðar hafa fundist í Póllandi. Spjótin hafa beinst að leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) og hafa fregnir borist af því að helstur ráðgjafar Joes Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafi lagt mikið kapp á að koma viðvörunum til Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, um að þessar sprengjusendingar yrðu ekki liðnar. Sjá einnig: Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Í einu tilfelli ætluðu rússneskir útsendarar sé að ráða forstjóra Rheinmetall, eins stærsta hergagnaframleiðanda Evrópu, af dögum. Sjá einnig: Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Ráðamenn í Póllandi hafa meðal annars sakað Rússa um að bera ábyrgð á íkveikjuárásum og öðrum skemmdarverkum í Póllandi. Pólverjar létu Rússa loka einni af þremur ræðismannsskrifstofum þeirra í Póllandi í fyrra.
Pólland Rússland Fréttir af flugi Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31 Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Rússar gerðu umfangsmikla dróna og eldflaugaárás á Úkraínu í nótt. Árásin beindist að mestu leyti að orkuinnviðum í vestanverðu landinu en Úkraínumenn segja að Rússar hafi notast við 43 eldflaugar af mismunandi gerðum og 74 Shahed sjálfsprengidróna við árásina. 15. janúar 2025 11:44
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Væntanleg embættistaka Donalds Trump í Bandaríkjunum hefur enn áhrif á stríðið í Úkraínu en Trump hefur sagt að það gæti tekið sex mánuði að binda enda á átökin. Þá eru valdamiklir menn í Rússlandi sagðir óánægðir með það hvað dregið hefur úr stríðinu og þau slæmu áhrif sem það hefur haft á hagkerfi Rússlands. 11. janúar 2025 10:31