Handritin öll komin á nýja heimilið Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2025 13:20 Flutningurinn gekk hratt og vel fyrir sig og voru handritin flutt yfir Suðurgötu með aðstoð lögreglu. Sigurður Stefán Jónsson Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hefur nú flutt öll handrit, sem hún hefur til varðveislu, í nýtt öryggisrými í Eddu við Arngrímsgötu 5. Um er að ræða um tvö þúsund handrit, 1.345 fornbréf og um sex þúsund fornbréfauppskriftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árnastofnun. Þar segir að fáein handrit hafi verið flutt í nóvember síðastliðinn vegna sýningarinnar Heimur í orðum sem var opnuð á degi íslenskrar tungu í Eddu. Nú í vikunni voru svo öll önnur handrit og fornbréf flutt í Eddu. „Flutningurinn gekk hratt og vel fyrir sig og voru handritin flutt yfir Suðurgötu með aðstoð lögreglu. Handritastofnun Íslands eignaðist nokkur handrit á sjöunda áratug síðustu aldar þegar hún var til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Árið 1970 flutti stofnunin í nýtt hús við Suðurgötu sem fékk nafnið Árnagarður. Sigurður Stefán Jónsson Fyrstu handritin sem voru flutt frá Kaupmannahöfn samkvæmt samningi milli Íslands og Danmerkur um skiptingu handritasafns Árna Magnússonar komu 1971 og var stofnunin þá kennd við Árna. Einnig komu um 140 handrit úr Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Flutningur handritanna frá Kaupmannahöfn tók 26 ár. Sigurður Stefán Jónsson Í Árnagarði voru handritin geymd við ágætar aðstæður, en nú er þeirri sögu lokið. Þegar Árnastofnun sameinaðist fjórum öðrum stofnununum árið 2006 var ákveðið að byggja nýtt hús fyrir þessa nýju stofnun með góðri aðstöðu til að sýna handritin en einnig til að varðveita þau við bestu aðstæður. Handritasafn Árna Magnússonar var sett á skrá UNESCO yfir minni heimsins árið 2009,“ segir í tilkynningunni. Sigurður Stefán Jónsson Sigurður Stefán Jónsson Handritasafn Árna Magnússonar Menning Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Um er að ræða um tvö þúsund handrit, 1.345 fornbréf og um sex þúsund fornbréfauppskriftir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Árnastofnun. Þar segir að fáein handrit hafi verið flutt í nóvember síðastliðinn vegna sýningarinnar Heimur í orðum sem var opnuð á degi íslenskrar tungu í Eddu. Nú í vikunni voru svo öll önnur handrit og fornbréf flutt í Eddu. „Flutningurinn gekk hratt og vel fyrir sig og voru handritin flutt yfir Suðurgötu með aðstoð lögreglu. Handritastofnun Íslands eignaðist nokkur handrit á sjöunda áratug síðustu aldar þegar hún var til húsa í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Árið 1970 flutti stofnunin í nýtt hús við Suðurgötu sem fékk nafnið Árnagarður. Sigurður Stefán Jónsson Fyrstu handritin sem voru flutt frá Kaupmannahöfn samkvæmt samningi milli Íslands og Danmerkur um skiptingu handritasafns Árna Magnússonar komu 1971 og var stofnunin þá kennd við Árna. Einnig komu um 140 handrit úr Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Flutningur handritanna frá Kaupmannahöfn tók 26 ár. Sigurður Stefán Jónsson Í Árnagarði voru handritin geymd við ágætar aðstæður, en nú er þeirri sögu lokið. Þegar Árnastofnun sameinaðist fjórum öðrum stofnununum árið 2006 var ákveðið að byggja nýtt hús fyrir þessa nýju stofnun með góðri aðstöðu til að sýna handritin en einnig til að varðveita þau við bestu aðstæður. Handritasafn Árna Magnússonar var sett á skrá UNESCO yfir minni heimsins árið 2009,“ segir í tilkynningunni. Sigurður Stefán Jónsson Sigurður Stefán Jónsson
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Háskólar Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira