„Gæsahúð, án gríns“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. nóvember 2024 19:02 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. vísir/einar Ný sýning verður opnuð á laugardaginn, degi íslenskrar tungu, í Eddu, húsi íslenskunnar, en þar munu sum af verðmætustu handritum Íslendinga vera til sýnis. Fréttastofa fékk forskot á sæluna þegar að handritin voru flutt á milli húsa í dag. Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja. Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Um tuttugu handrit voru flutt frá Árnastofnun yfir í Eddu, hús íslenskunnar í hádeginu. Handritunum var pakkað saman á bak við luktar dyr og síðan trillað út á kerru af forstöðumanni Árnastofnunar og menningarmálaráðherra. Mikil spenna greip um sig meðal viðstaddra við það að sjá jafn sögufræga muni flutta. Hvernig er tilfinningin að flytja svona mikil verðmæti á kerru? „Gæsahúð, án gríns,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, þegar hún stóð ásamt Guðrúnu Norðdal, forstöðumanni Stofnunar Árna Magnússona, úti í rigningu með fjölda handrita í ýmis konar kössum sem voru allir vafðir í plast. Fyrir utan Árnagarð. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra og Guðrún Norðdal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar.Vísir/Einar Flutt með lögreglufylgd Handritin voru síðan flutt á milli húsa í lögreglufylgd. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók var stillt upp til sýnis fyrir fréttamenn en á laugardag, á degi íslenskrar tungu, verður ný sýning opnuð. Mun almenningur hafa aðgang að hluta handritanna ótímabundið. Guðrún segir að um mikil tímamót sé að ræða. „Sýningin, við köllum hana, Heimur í orðum, hún fjallar um þessa fjölbreytni og ríkidæmi sem er í handritamenningunni. En þetta er ákveðin tenging við söguna, þessi bók er til dæmis 700 ára gömul og maður getur hugsað sér hvernig hún hefur lifað af aldirnar í höndum fólksins í landinu,“ sagði Guðrún í samtali við fréttastofu. Konungsbók Snorra-Eddu og Flateyjarbók.vísir/einar Tuttugu handrit flutt til landsins frá Danmörku Jafnframt verða um tuttugu handrit sem eru nú í Danmörku flutt til landsins og sett upp til sýnis, tímabundið. Guðrún hvetur fólk eindregið til að leggja leið sína á sýninguna. „Við þurfum auðvitað að skipta handritum út, þau þurfa að hvíla sig á milli. Það er ekki hægt að hafa sama handritið lengi á sýningu. Þannig það þarf að fara í hvíld og það kemur annað í staðinn. Þegar yfir lýkur verður búið að sýna vel á annað hundrað handrit.“ FlateyjarbókVísir/Einar Lilja Dögg fagnar því að það handritin séu loksins komin í Eddu og að þetta hafi verið lengi í bígerð. Hún segir að þetta sé í fyrsta sinn sem að handritin verði til sýnis allt árið í kring. Hún segir mikilvægt að miðla þessari ríku og flottu sögu og sérstaklega til ungs fólks. „Þetta hefur mjög mikla þýðingu, því þetta hefur verið mitt hjartans mál að þetta sé aðgengilegt, að Eddu-kvæðin og norræna goðafræðin og Íslendingasögunnar og allt þetta, að uppruni okkar menningar sé svona aðgengileg. Þetta er algjör draumur að rætast,“ sagði Lilja.
Bókmenntir Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Fornminjar Menning Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent