Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Aron Guðmundsson skrifar 14. janúar 2025 14:53 Freyr Alexandersson náði að stýra Kortrijk í tæplega ár sem er nokkuð vel af sér vikið miðað við þjálfarasögu félagsins síðustu ár. Getty/Nico Vereecken Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“ Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira
Freyr hafði íhugað að taka sér hlé frá þjálfun fram á næsta sumar þegar að leiðir hans og Kortrijk skildu í síðasta mánuði en áhuginn á hans kröftum var mikill og áhugaverðir valkostir komu inn á borðið sem erfitt var að hundsa. Einn þeirra valkosta var hjá Brann en Freyr átti einnig fund með forráðamönnum KSÍ. „Þetta hefur verið langt ferli,“ segir Freyr í samtali við íþróttadeild en nánar verður rætt við hann í Sportpakkanum í kvöld að loknum kvöldfréttum Stöðvar 2. „Ég hætti hjá Kortrijk 17.desember og daginn eftir hafa forráðamenn Brann samband við mig. Ég man ekki alveg hvenær KSÍ hafði samband við mig en svo voru einnig önnur lið sem höfðu samband. Eitthvað sem ég átti ekkert alveg von á. Ég vildi að sjálfsögðu tala við þá sem höfðu áhuga og svo eftir áramót fókuseraði ég á Ísland og Brann. Svo kemur síðasta vika. Áður en ég ákveð að fara til Brann fer ég til Íslands og hitti loksins fólkið hjá KSÍ. Við áttum frábæran fund. Ég er með mjög skýra sýn á það hvernig eigi að gera hlutina með íslenska landsliðinu og hvernig ég hefði viljað taka það áfram. Forráðamenn Brann voru mjög þolinmóðir fram að þeim fundi af því að ég þurfti líka bara fjölskyldunnar minna vegna að gera það almennilega upp við mig hvað ég vildi.“ Ferlið með Brann hafi verið mjög langt og mjög ítarlegt. „Faglegt í alla staði og tók langan tíma en þeir biðu í nokkra daga og ég fundaði með KSÍ. En eftir þann fund var ég mjög heiðarlegur og sagði að ég hefði ekki tíma í að bíða lengur en í 48 klukkustundir eftir því að vera boðið starfið eða ekki svo ég gæti valið á milli ef ég vildi það. Ég stóð bara við mín orð. Gaf þeim möguleika á því en ákvað að velja síðan Brann á föstudagskvöldið síðastliðið.“ „Ég brenn fyrir íslenska landsliðið“ Ef þú hefðir haft val um annað hvort Brann eða íslenska landsliðið, hefðirðu valið íslenska landsliðið? „Ég er ekki viss um það. Ég get ekki sagt það fullum fótum. Þetta var bara 50/50 fyrir mig. Það vita það allir sem þekkja mig að ég brenn fyrir íslenska landsliðið og mun alltaf verða stuðningsmaður þess. En þetta starf hjá Brann er bara þess eðlis að ég var mjög spenntur fyrir því og var mjög heiðarlegur gagnvart stjórn KSÍ varðandi það. Ég er bara mjög ánægður með að hafa ákveðið að fara hingað.“ Hvernig skilurðu þá við þessar viðræður við KSÍ. Ertu sáttur við það hvernig þær fóru fram og hvernig ferlið var eða er eitthvað sem situr eftir? „Ég er alveg sáttur við það ferli, skil bara vel við það og er búinn að tala við Þorvald, form KSÍ og styð sambandið, íslenska landsliðið og verðandi landsliðsþjálfara fullum fetum.“
Landslið karla í fótbolta KSÍ Norski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Sjá meira