Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 09:04 Ískjarni úr borun vísindamannanna á Little Dome C á austanverðu Suðurskautslandinu. AP/PNRA/IPEV Beyond Epica Alþjóðlegur hópur vísindamanna hefur náð að sækja eitt elsta ískjarnasýni í heimi djúpt úr Suðurskautslandsísnum. Ísinn er sagður að minnsta kosti 1,2 milljóna ára gamall. Hann getur varpað skýrara ljósi á hvernig lofthjúpur og loftslag jarðar hefur breyst. Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki. Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Það tók hóp sextán vísindamanna fjögur sumur að bora 2,8 kílómetra niður á berggrunn til þess að sækja sér sýnið. Hitinn var að meðaltali um -35 gráður á Celsíus á meðan á verkinu stóð, að sögn AP-fréttastofunnar. Sam hópur hafði áður náð um 800.000 ára gömlum ískjarna. Loftslagsvísindamenn nota svokölluð veðurvitni eins og ískjarna til þess að rannsaka hvernig lofthjúpurinn og loftslag jarðar hefur breyst. Í ísnum má finna bólur af lofti frá þeim tíma sem ísinn fraus. Þannig er hægt að mæla efnasamsetningu þess, meðal annars styrk gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings og metans. „Þökk sé ískjarnanum munum við geta skilað hvað hefur breyst með gróðurhúsalofttegundir, efni og ryk í lofthjúpnum,“ segir Carlo Barbante, ítalskur jöklafræðingur og einn stjórnenda teymisins sem boraði eftir kjarnanum. Rannsóknir hópsins á fyrri ískjarnanum sýna að styrkur koltvísýrings hefur ekki verið eins hár í lofthjúpi jarðar og nú í að minnsta kosti hundruð árþúsunda. „Nú sjáum við styrk koltvísýrings sem er fimmtíu prósent hærri en hæstu gildin sem við höfum séð síðustu 800.000 árin,“ segir Barbante. Richard Alley, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskóla Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, segir sérstaklega spennandi að teymið hafi borað alla leið niður á berggrunn suðuskautslandsins. Mögulega muni menn þá læra meira um sögu jarðar en bara af ískjörnunum. „Þetta er virkilega, virkilega ótrúlega stórkostlegt. Þau eiga eftir að komast að stórkostlegum hlutum,“ segir Alley sem tengist hópnum ekki.
Loftslagsmál Vísindi Suðurskautslandið Tengdar fréttir Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Fleiri fréttir Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Sjá meira
Um helmingi meiri koltvísýringur í lofti en fyrir iðnbyltinguna Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar var um helmingi meiri en áður en iðnbyltingin hófst í nokkra daga á fyrstu mánuðum þessa árs. Búist er við því að árið 2021 verði það fyrsta þar sem styrkurinn verður svo hár í meira en nokkra daga. 17. mars 2021 11:01