Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. janúar 2025 17:03 Verðandi Bandaríkjaforseti hefur hótað hernaðaraðgerðum láti Danir ekki Grænland af hendi. AP/Jose Luis Magana Deildarforseti við Háskólann á Grænlandi segir sögu slæmrar meðferðar Bandaríkjanna á frumbyggjum landsins vekja ugg meðal Grænlendinga sem horfa nú fram á mögulega innlimun inn í Bandaríkin sé eitthvað að marka orð verðandi forseta. Javier L. Arnaut er dósent við Háskólann á Grænlandi og er sérfræðingur í hagfræði heimskautsins. Hann er deildarforseti félags- og hagfræðideildar háskólans. Hann var gestur á málþingi sem Alþjóðamálastofnun hélt í Norræna húsinu í dag ásamt tveimur dósentum frá Háskólanum í Tromsö. Siljá Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði stýrði umræðum. „Skoði maður til dæmis það sem Grænlendingar eru að segja á samfélagsmiðlum eða það sem grænlenskir fjölmiðlar eru að segja. Fólk er þar að minna fólk á að kjör inúíta í Kanada og Bandaríkjunum eru ekki góð,“ segir Javier. Berit Kristoffersen, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö, Javier L. Arnaut, deildarforseti félags- og hagfræðideildar Háskólans á Grænlandi og Marc Lanteigne, einnig dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö voru gestir málþingsins. Silja Bára Ómarsdóttir stýrði umræðum.Vísir/Rafn Samskipta Bandaríkjanna við frumbyggjaþjóðir hafa aldrei verið vinaleg eða á jafningjagrundvelli og búa inúítaþjóðir í Alaska við lítið sjálfræði. Tungumál þeirra og menning eru í sárri útrýmingarhættu og ekki er búist við því að sú staða breytist mikið við það að Trump taki við stjórnartaumnum. „Aaja Chemnitz situr á danska þinginu fyrir hönd Grænlendinga og tók það fram á dögunum það væri einmitt öfugt. Frumbyggjar í Alaska og annars staðar líta á Grænland sem fyrirmynd. Opinbert mál Grænlands er grænlenska. Það þykir ótrúlegt í dag að frumbyggjamál sé aðalmál samfélagsins. Þau eru meðvituð um römm örlög annarra heimskautaþjóða,“ segir Javier. Hervaldi og refsitollum hótað Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að hann útilokaði ekki að beita hervaldi til að ná valdi yfir Grænlandi. Hann hefur áður sagt að Bandaríkin þyrfti að ná undir sig Grænlandi í ljósi aukins heimskautabrölts annarra stórvelda á borð við Rússland og Kína. Javier L. Arnaut er dósent við Háskólann á Grænlandi,Alþjóðamálastofnun „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir. Þetta snýst um það að íshellan er að hörfa, Kínverjar eru að dæla út ísbrjótum og eru að fara þarna einnig. Svo þetta snýst um olíu og gas. Þetta er um þjóðaröryggi okkar. Þetta snýst um sjaldgæfa málma,“ lét Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans verðandi, hafa eftir sér í viðtali á Fox News í gærkvöldi. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Trump hefur hótað því að setja háa tolla á viðskipti við Danmörku í refsingarskyni. Skýr skilaboð til Kristjánsborgar að verðandi forseta sé alvara um að eignast Grænland. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, telur þó ólíklegt að Trump láti verða af hótunum sínum. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hún að það væri „algjörlega fjarstæðukennt“ að Trump réðist í hernaðarlegar aðgerðir létu Danir Grænland ekki af hendi. Grænland Davíð, Ísland Golíat Umræða síðustu daga um hótanir Bandaríkjanna hefur þó augljóslega ekki farið fram hjá Grænlendingum og hafa ráðamenn þar í landi ekki farið í grafgötur með það að þeir séu andvígir mögulegri innlimun inn í Bandaríkin. Múte B. Egede, formaður landsstjórnarinnar, sagði í nýársávarpi sínu að mikilvægt væri að taka stór skref í átt að sjálfstæði grænlensku þjóðarinnar og að landið væri hvorki Danmerkur né Bandaríkjanna að braska með. Javier segir Íslendinga þó ekki þurfa að hafa eins miklar áhyggjur af auknum umsvifum Bandaríkjanna á heimskautinu. Hann segir að í samhengi alþjóðastjórnmála sé Ísland Golíat, en Grænland Davíð. „Ísland hefur verið fullvalda ríki í fleiri áratugi. Virðing er borin fyrir Íslandi í samfélagi þjóðanna. Við erum að tala um Davíð og Golíat hérna í samhengi alþjóðastjórnmála,“ segir hann. „Ísland hefur komið sér í stöðu leiðtoga á heimsvísu á sviðum endurnýjanlegrar orku og mannréttinda. Grænlendingar líta oft til Íslands til dæmis á sviði ferðamennsku.“ Hafi neikvæð áhrif á samskipti NATO-þjóða Marc Lanteigne, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Tromsö og aðjúnkt við háskólann á Grænlandi segir þó blikur á lofti í alþjóðamálum og að sama hver niðurstaða þessarar furðulegu milliríkjadeilu verði, hafi það neikvæð áhrif á samband Atlantshafsbandalagsríkjanna. Marc Lanteigne er prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Tromsö og aðjúnkt við háskólann á GrænlandiVísir/Rafn „Fólk hefur miklar áhyggjur af því hvort ríkisstjórn Trumps beri nokkra virðingu fyrir frumbyggjum og baráttu þeirra fyrir aukinni sjálfstjórn,“ segir hann. „Auðvitað er ríkir mikið ósætti í garð danskra stjórnvalda, meðal annars vegna meðferð þeirra á frumbyggjaþjóðum. Hins vegar hafa Grænlendingar áhyggjur af því að Bandaríkin verði ekkert skárri,“ segir Marc. „Öll þessi orðræða, sama hvernig fer, á eftir að skaða samband Bandaríkjanna og Evrópu og sömuleiðis, kannski mikilvægara í íslensku samhengi, samband Bandaríkjanna og hinna Atlantshafsbandalagsþjóðanna. Ég held að það sé helsta áhyggjuefni.“ Grænland Bandaríkin Danmörk NATO Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Javier L. Arnaut er dósent við Háskólann á Grænlandi og er sérfræðingur í hagfræði heimskautsins. Hann er deildarforseti félags- og hagfræðideildar háskólans. Hann var gestur á málþingi sem Alþjóðamálastofnun hélt í Norræna húsinu í dag ásamt tveimur dósentum frá Háskólanum í Tromsö. Siljá Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði stýrði umræðum. „Skoði maður til dæmis það sem Grænlendingar eru að segja á samfélagsmiðlum eða það sem grænlenskir fjölmiðlar eru að segja. Fólk er þar að minna fólk á að kjör inúíta í Kanada og Bandaríkjunum eru ekki góð,“ segir Javier. Berit Kristoffersen, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö, Javier L. Arnaut, deildarforseti félags- og hagfræðideildar Háskólans á Grænlandi og Marc Lanteigne, einnig dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Tromsö voru gestir málþingsins. Silja Bára Ómarsdóttir stýrði umræðum.Vísir/Rafn Samskipta Bandaríkjanna við frumbyggjaþjóðir hafa aldrei verið vinaleg eða á jafningjagrundvelli og búa inúítaþjóðir í Alaska við lítið sjálfræði. Tungumál þeirra og menning eru í sárri útrýmingarhættu og ekki er búist við því að sú staða breytist mikið við það að Trump taki við stjórnartaumnum. „Aaja Chemnitz situr á danska þinginu fyrir hönd Grænlendinga og tók það fram á dögunum það væri einmitt öfugt. Frumbyggjar í Alaska og annars staðar líta á Grænland sem fyrirmynd. Opinbert mál Grænlands er grænlenska. Það þykir ótrúlegt í dag að frumbyggjamál sé aðalmál samfélagsins. Þau eru meðvituð um römm örlög annarra heimskautaþjóða,“ segir Javier. Hervaldi og refsitollum hótað Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði á dögunum að hann útilokaði ekki að beita hervaldi til að ná valdi yfir Grænlandi. Hann hefur áður sagt að Bandaríkin þyrfti að ná undir sig Grænlandi í ljósi aukins heimskautabrölts annarra stórvelda á borð við Rússland og Kína. Javier L. Arnaut er dósent við Háskólann á Grænlandi,Alþjóðamálastofnun „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir. Þetta snýst um það að íshellan er að hörfa, Kínverjar eru að dæla út ísbrjótum og eru að fara þarna einnig. Svo þetta snýst um olíu og gas. Þetta er um þjóðaröryggi okkar. Þetta snýst um sjaldgæfa málma,“ lét Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi forsetans verðandi, hafa eftir sér í viðtali á Fox News í gærkvöldi. Sjá einnig: Af hverju langar Trump í Grænland? Trump hefur hótað því að setja háa tolla á viðskipti við Danmörku í refsingarskyni. Skýr skilaboð til Kristjánsborgar að verðandi forseta sé alvara um að eignast Grænland. Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, telur þó ólíklegt að Trump láti verða af hótunum sínum. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi sagði hún að það væri „algjörlega fjarstæðukennt“ að Trump réðist í hernaðarlegar aðgerðir létu Danir Grænland ekki af hendi. Grænland Davíð, Ísland Golíat Umræða síðustu daga um hótanir Bandaríkjanna hefur þó augljóslega ekki farið fram hjá Grænlendingum og hafa ráðamenn þar í landi ekki farið í grafgötur með það að þeir séu andvígir mögulegri innlimun inn í Bandaríkin. Múte B. Egede, formaður landsstjórnarinnar, sagði í nýársávarpi sínu að mikilvægt væri að taka stór skref í átt að sjálfstæði grænlensku þjóðarinnar og að landið væri hvorki Danmerkur né Bandaríkjanna að braska með. Javier segir Íslendinga þó ekki þurfa að hafa eins miklar áhyggjur af auknum umsvifum Bandaríkjanna á heimskautinu. Hann segir að í samhengi alþjóðastjórnmála sé Ísland Golíat, en Grænland Davíð. „Ísland hefur verið fullvalda ríki í fleiri áratugi. Virðing er borin fyrir Íslandi í samfélagi þjóðanna. Við erum að tala um Davíð og Golíat hérna í samhengi alþjóðastjórnmála,“ segir hann. „Ísland hefur komið sér í stöðu leiðtoga á heimsvísu á sviðum endurnýjanlegrar orku og mannréttinda. Grænlendingar líta oft til Íslands til dæmis á sviði ferðamennsku.“ Hafi neikvæð áhrif á samskipti NATO-þjóða Marc Lanteigne, prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Tromsö og aðjúnkt við háskólann á Grænlandi segir þó blikur á lofti í alþjóðamálum og að sama hver niðurstaða þessarar furðulegu milliríkjadeilu verði, hafi það neikvæð áhrif á samband Atlantshafsbandalagsríkjanna. Marc Lanteigne er prófessor í stjórnmálafræði við háskólann í Tromsö og aðjúnkt við háskólann á GrænlandiVísir/Rafn „Fólk hefur miklar áhyggjur af því hvort ríkisstjórn Trumps beri nokkra virðingu fyrir frumbyggjum og baráttu þeirra fyrir aukinni sjálfstjórn,“ segir hann. „Auðvitað er ríkir mikið ósætti í garð danskra stjórnvalda, meðal annars vegna meðferð þeirra á frumbyggjaþjóðum. Hins vegar hafa Grænlendingar áhyggjur af því að Bandaríkin verði ekkert skárri,“ segir Marc. „Öll þessi orðræða, sama hvernig fer, á eftir að skaða samband Bandaríkjanna og Evrópu og sömuleiðis, kannski mikilvægara í íslensku samhengi, samband Bandaríkjanna og hinna Atlantshafsbandalagsþjóðanna. Ég held að það sé helsta áhyggjuefni.“
Grænland Bandaríkin Danmörk NATO Donald Trump Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira