Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Jón Þór Stefánsson skrifar 8. janúar 2025 21:30 Pia Hansson segir tal Donalds Trumps um mögulega yfirtöku á Grænlandi marglaga. Getty/Stöð 2 Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, telur ólíklegt að Donald Trump, fyrrverandi og verðandi Bandaríkjaforseti, láti verða af því að taka yfir Grænland þegar hann tekur á ný við stjórnartaumunum vestanhafs. Þó sé mikilvægt að taka orð hans alvarlega og velta fyrir sér orðræðunni sem hann notar. Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“ Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um mögulega yfirtöku Bandaríkjanna, undir komandi stjórn Trumps, á Grænlandi, sem er sjálfsstjórnarsvæði innan danska konungsveldisins. Í fyrradag var greint frá Grænlandsheimsókn sonar Trumps, Donalds Trumps yngri, sem ýtti undir orðróma um yfirtökuna. Síðan bætti Trump sjálfur gráu ofan á svart í gær þegar hann sagðist ekki útiloka að beita hervaldi og viðskiptaþvingunum til að ná sínu fram í málinu. Pia sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að með þessu sé Trump bæði að hugsa um öryggi Bandaríkjanna, en meira liggi líka að baki. „Það má í rauninni segja að það séu nokkrar hliðar á þessu máli. Eitt er það að sannarlega er hann að hugsa um öryggi síns lands, og hversu langt það svæði á að ná þannig að þeim líði vel með sitt öryggi. En auðvitað eru á bak við þetta eru síðan auðlindir og annað sem Grænland hefur yfir að búa. Þannig við getum ekki litið fram hjá því að það er yfirleitt eitthvað annað á bak við þegar svona yfirlýsingar koma.“ Trump hefur líka verið að ræða yfirtöku á Panama-skurðinum. Á blaðamannafundi í gær sagði hann mikilvægt fyrir öryggi Bandaríkjanna að ná honum aftur þar sem Kínverjar stjórni honum í raun og veru í dag. Pia sagði að mögulega spili deilan við Kína líka inn í hugmyndina um yfirtöku á Grænlandi. „Bandaríkin hafa verið í miklum átökum við Kína lengi. Það er eitthvað sem við heyrum, og orðræðan er mjög sterk hvað það varðar. Auðvitað kann það líka að spila inn í myndina, sem við svo sannarlega vitum að eru til staðar á Grænlandi,“ sagði Pia. „Orðræðan sem hann notar er mjög sérstök. Að við séum að tala um landvinninga með þessum hætti er alveg merkilegt.“ Hversu líklegt er í raun að hann láti verða af þessu? „Ég held að það sé fjarska ólíklegt. En síðan þurfum við að passa að taka alvarlega það sem sagt er, og rýna bakvið orðin og gera okkur grein fyrir því að það er ýmislegt sem verður til þess að svona orðræða viðhefst og verður normalíseruð,“ sagði Pia. „Hvað er að gerast í þessari orðræðu? Að við séum í dag að tala um hluti eins og að Bandaríkin ætli sér jafnvel að taka Grænland yfir með hervaldi. Þetta er í rauninni algjörlega fjarstæðukennt.“ Þá benti Pia á að samskipti Grænlands og Danmerkur hafi verið á viðkæmu stigi undanfarið. „Þegar Trump blandast inn í það mál er spurning hvernig úr spilast.“
Grænland Bandaríkin Danmörk Utanríkismál Donald Trump Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira