Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. janúar 2025 11:33 Svona gæti orðið umhorfs á höfuðborgarsvæðinu um helgina þegar snarhlýnar og rignir ofan í snjóinn sem safnast hefur upp síðustu vikur. Vísir/vilhelm Veðurstofan varar við miklum leysingum, asahláku og fljúgandi hálku um helgina vegna hlýinda og lægðagangs eftir langan frostakafla. Veðurfræðingur hvetur fólk til að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón. Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann. Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira
Talsvert frost hefur verið víða á landinu um nokkurt skeið, í kringum tíu stig á suðvesturhorninu síðust daga til að mynda, en nú dregur til tíðinda. Marcel de Vries veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að strax í dag taki að draga úr frosti vestanlands, í kvöld séu svo lítilsháttar él í kortunum og væta í fyrramálið „Smám saman hækkar hitastig og seinni partinn á morgun erum við komin í núll til fimm stig á vestanverðu landinu en enn kalt fyrir austan,“ segir Marcel. Mikil hálka og vatnavextir Þegar líða tekur á helgina gengur svo í suðaustan hvassviðri með rigningu. „Pínu áhyggjuefni eru úrkomubakkar sem eru að fara yfir landið aðfaranótt sunnudags, þá erum við komin með suðaustan 13-20 metra á sekúndu og rigningu. Hitastig gæti farið upp í átta stig og þá er búist við mikilli asahláku,“ segir Marcel. Þannig að fólk er beðið um að hafa þetta í huga og gera ráðstafanir ef þarf? „Já, einmitt. Hreinsa frá niðurföllum og svoleiðis.“ Veðurstofan varar jafnframt við vatnavöxtum í ám og lækjum. Þá gæti mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Færri viðvaranir en síðustu ár Segja má að fyrstu alvöru veðurvendingarnar á nýju ári séu því í kortunum, í það minnsta hér á Suðvesturhorninu. Nýliðið ár var annars nokkuð rólegt í þeim efnum, samkvæmt nýrri samantekt Veðurstofunnar yfir veðurviðvaranir. 333 viðvaranir voru gefnar út í fyrra, þar af 29 appelsínugular en engin rauð. Meðaltal síðustu ára er 373 og árið í fyrra því nokkuð undir meðallagi. Sumarið var þó talsvert yfir meðallagi, 77 viðvaranir voru gefnar út, og hafa aldrei verið fleiri yfir sumartímann.
Veður Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Sjá meira