Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2025 11:03 Olíuflutningaskipið Eagle S hefur legið við ankeri nærri Porvoo í Finnlandi. AP/Antti Aimo-Koivisto Yfirvöld í Finnlandi hafa kyrrsett olíuflutningaskipið Eagle S, sem talið er hafa verið notað til að skemma sæstrengi í Eystrasalti. Samgöngustofa segir að skipið, sem talið er tilheyra svokölluðum skuggaflota Rússa og vera notað til að flytja olíu í trássi við viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, sé ekki hæft til siglingar. Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað. Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Sjá meira
Skipinu verður siglt til hafnar í Finnlandi en það hefur þegar verið við ankeri nærri Provoo í Finnlandi um nokkuð skeið. Samkvæmt frétt Ríkisútvarps Finnlands (YLE) segja forsvarsmenn Samgöngustofunnar að vankantar skipsins snúi að ófullnægjandi eldvörnum, stýribúnaði og ekki nægilega góðu loftræstingarkerfi, svo eitthvað sé nefnt en umfangsmiklar skoðanir eru sagðar hafa verið gerðar á skipinu eftir að finnskir sérsveitarmenn tóku stjórn á því í síðasta mánuði. Það var eftir að skemmdir voru unnar á áðurnefndum sæstrengjum, fjórum samskiptastrengjum og einum raforkustreng, en talið er að stjórnendur skipsins hafi dregið ankeri þess eftir sjávarbotninum yfir sæstrengnum og skemmt hann þannig. Yle segir ankeri hafa fundist á hafsbotni, nærri skemmdum sæstrengnum og virðist það hafa verið dregið tugi kílómetra. Áhöfn skipsins, alls átta menn, eru grunaðir um skemmdarverk, samkvæmt lögreglu Finnlands. Þeir eru í farbanni. Önnur skip sem talin eru hafa tilheyrt áðurnefndum skuggaflota hafa sokkið að undanförnu en mörg þeirra eru talin í mjög slæmu ásigkomulagi. Tvö olíuskip sukku til að mynda í Svartahaf í desember. Skipið er í eigu félagsins Caracella LLC FZ, sem skráð er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Reuters hefur eftir finnskum lögmanni þess félags að skemmdirnar á sæstrengjunum hafi verið gerðar utan lögsögu Finnlands og því hafi Finnar ekki vald til að halda skipinu. Hann hefur haldið því fram að skipinu hafi verið rænt af Finnum og hefur krafist þess fyrir dómi að því verði skilað. Þeirri kröfu var hafnað.
Finnland Skipaflutningar Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Sæstrengir Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50 Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19 Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42 Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Fleiri fréttir „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Sjá meira
Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Grunur leikur á að tuga kílómetra löng slóð sem fannst á hafsbotni tengist mögulegum skemmdarverkum á sæstreng. Finnar rannsaka nú málið. 30. desember 2024 11:50
Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Olíuflutningaskipið Eagle S, sem grunur leikur á að hafi valdið bilun á sæstreng í Eystrasalti, sigldi grunsamlega hægt framhjá strengnum í gær, samkvæmt gögnum MarineTraffic. Skipið er talið vera hluti af hinum rússneska „skuggaflota“. 26. desember 2024 23:19
Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Bilun varð í nótt í sæstreng sem flytur rafmagn á milli Finnlands og Eistlands. Grunur er um að tvö flutningaskip sem voru í nágrenni strengsins þegar hann rofnaði hafi unnið skemmdarverk á honum en annað þeirra var á leið frá Pétursborg í Rússlandi. 26. desember 2024 11:42