Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2025 20:06 Hjörleifur og Sif, eigendur Hótels Hestheima í Ásahreppi með bókina góðu frá National Georgraphic þar sem hótelið þeirra er sagt vera eitt af 100 sérstökum hótelum heims. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í eingangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira