Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. janúar 2025 20:06 Hjörleifur og Sif, eigendur Hótels Hestheima í Ásahreppi með bókina góðu frá National Georgraphic þar sem hótelið þeirra er sagt vera eitt af 100 sérstökum hótelum heims. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eigendur sveitahótelsins á Hestheimum í Ásahreppi á Suðurlandi vita varla í hvorn fótinn þau eiga að stíga þessa dagana vegna gleði. Ástæðan er sú að hótelið þeirra var valið eitt af hundrað sérstökustu hótelum í heimi í fjögur hundruð síðna bók, sem National Georgraphic var að gefa út. Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þau Hjörleifur Jónsson og Sif Ólafsdóttir, eigendur Hótels Hestheima geta ekki hætt að skoða nýju bókina með upplýsingum um hundrað flottustu og sérstökustu hótel heims að mati greinarhöfunda en hótelið þeirra er það eina á Íslandi, sem komst í bókina fyrir það hvað hótelið er heimilislegt. Eruð þið ekki alveg í skýjunum yfir þessu? „Jú, það er óhætt að segja, maður er eiginlega ekki komin niður og er alveg orðlaus yfir þessu, við áttum aldrei von á neinu slíku,” segir Hjörleifur. „Ég fékk upphaflega tölvupóst frá National Georgraphic um að hótelið hafi verið valið í þessa bók og svo voru linkar með, sem ég hefði getað skoða, ég bara ha, glætan, þetta er bara eitthvað scam og las mínu fólki að alls ekki að svara þessu og henda í ruslið,” segir Sif hlægjandi. Svo kom annar tölvupóstur og honum var líka hent í ruslið en það var ekki fyrr en erlendur leiðsögumaður með góð sambönd, sem hafði verið með fólk á Hestheimum að hann staðfesti við þau Hjörleif og Sif að þetta væri allt rétt og að hótelið yrði í bókinni. Á hótelinu eru 33 gistirými sem geta tekið mis marga, stór setustofa, flott eldhús og allt eins og best verður á kosið. Í bókinni er hægt að lesa sig um helstu staðreyndir Hótels Hestheima í Ásahreppi en það er eina hótelið á Ísland, sem fjallað er um í bókinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er dæmigert eins og við viljum meina það, dæmigert sveitahótel eins og sveitahótel eiga að vera. Fólk finnur fyrir hlýju, það getur fengið sér kaffi og te hvenær sem er og gengið hér í alla hluti,” segir Hjörleifur. Bæði eru þau sammála um að hótelið sé mjög vel staðsett á Suðurlandi, starfsfólkið sé frábært og gestir séu allir yfir sig hrifnir, sem koma á hótelið. Bókunarstaða á nýju ári hefur sjaldan eða aldrei verið eins góð. Inn í bókinni er flott umfjöllun um hótelið þeirra Höskuldar og Elínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Það er svo margt skemmtilegt og heimilislegt við hótelið en það er til dæmis alveg bannað að fara í skónum inn á hótelið. „Um leið og þú ferð að ganga á heitu gólfinu, það er gólfhiti hérna alls staðar, þá finnst fólki þetta bara æðislegt og náttúrulega minnkar þrifin þvílík,” segir Hjörleifur. Engin hótelgestur má fara inn á útiskónum sínum inn á hótelið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lífið á Hestheimum snýst ekki bara um hótelið því þar er líka öflugt hrossaræktarbú með um 50 hestum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ásahreppur Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira