Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. janúar 2025 20:00 Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir vanda í orkumálum liggja fyrir. Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur. Vísir/Stefán Aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar segir brýnt að ný ríkisstjórn hefjist strax handa við að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Orkumarkaðurinn einkennist af óöryggi þar sem skorti leikreglur og fyrirsjáanleika. Það þurfi að skýra hver beri ábyrgð á að orkuöryggi. Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín. Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Kristín Linda Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar vekur athygli á því í grein á vef stofnunarinnar að þrátt fyrir að Landsvirkjun hafi árum saman bent á vanda á orkumarkaði láti sumir eins og hann komi öllum að óvörum. Bent er á að þrátt fyrir að starfshópur hafi verið skipaður um orkuöryggi og tillögum verið skilað inn séu sumir í hópnum sem einblíni aðeins á ábyrgð raforkuframleiðenda. Þarf að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar Kristín Linda segir að mun fleiru að hyggja og mikilvægt að ný ríkisstjórn hefjist sem fyrst handa við eitt af forgangsmálum í stefnuyfirlýsingu sinni. Þar kemur m.a. fram að ríkisstjórnin ætli að auka orkuöflun, styrkja flutningskerfi og bæta orkunýtni. Klippa: Ríkisstjórn þurfi að bregðast hratt við í orkumálum „Það skiptir gríðarlega miklu máli að tryggja orkuöryggi til skamms tíma fyrir heimili og smærri fyrirtæki en ekki síður að tryggja orkuöryggi til lengri tíma,“ segir Kristín. Óskýrt hver beri ábyrgð Hún segir afar mikilvægt að ljúka við að móta regluverk um orkumál hér á landi. „Mitt ákall núna er mjög einfalt. Við þurfum að klára vinnu við að fullmóta reglur sem snúa að orkuöryggi. Það þarf að vera skýrt hver ber ábyrgð á að tryggja orkuöryggi. Það er óöryggi núna því okkur skortir reglur og fyrirsjáanleika. Það er mjög slæmt fyrir þennan markað. Það þarf að huga að því að núna því kerfið er uppselt,“ segir Kristín. Landsvirkjun beri ekki ábyrgð á hækkunum ASÍ vakti athygli á því fyrir nokkrum vikum að smásöluverð á rafmagni hafi hækkað umfram vísitölu neysluverðs mest um 37 prósent. Forstjóri HS orku sem var með hæsta raforkuverðið samkvæmt úttekt ASÍ skýrði hækkun þar með hækkun á heildsöluverði Landsvirkjunar á rafmagni. Kristín segir rangt að hækkun á smásöluverði rafmagns sé hægt að skýra með því að heildsöluverð rafmagns hjá Landsvirkjun hafi hækkað. „Nei við erum ekki sammála því. Staðan hjá okkur er að við erum yfirleitt búin að selja megnið af raforku fram í tímann þannig að við áttum ekki von á þessum skýringum,“ segir Kristín.
Orkumál Landsvirkjun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingiskosningar 2024 Alþingi Tengdar fréttir HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
HS Orka hækkar verð á raforku Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku samkvæmt upplýsingum sem finna má á vef Orkuvaktin. 7. febrúar 2011 10:43