„Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 5. janúar 2025 13:32 Jónas Björn Sigurgeirsson birti þessa mynd á Facebook af sér og Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag. Mynd/Jónas Jónas Björn Sigurgeirsson, bókaútgefandi og eiginmaður Rósu Guðbjartsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, segir Edward Pettifer sem lést í hryðjuverkaárásinni í New Orleans á nýársdag hafa verið einstaklega skemmtilegan mann með frábært skopskyn. Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“ Bandaríkin Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Jónas birti mynd af þeim félögunum saman í gær á Facebook-síðu sinni en þeir kynntust í veiði í Selá þar sem Pettifer starfaði sem leiðsögumaður. Eyddu þeir þremur dögum saman þar sem þeir ræddu heima og geima að sögn Jónasar. Pettifer starfaði á Íslandi nokkur sumur í laxveiðiám og dvaldi á landinu um nokkra vikna skeið að hverju sinni. Sjá má færslu Jónasar neðar hér í fréttinni. „Ég setti þetta í rauninni bara inn því mér finnst svo magnað hvað heimurinn er lítill. Þetta var bara gæðadrengur, hann var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór. Hann var alveg ofboðslegur stangveiðimaður,“ segir Jónas í samtali við Vísi. Bretakonungur vottaði fjölskyldunni samúð Eins og greint hefur frá vottaði Karl Bretakonungur fjölskyldu hins 31 árs gamla Pettifer samúð. Hann var sonur Alexöndur Pettfier, barnfóstru Harrys og Vilhjálms Bretaprins. Pettifer er sagður hafa látist af völdum áverka sem hlutust þegar bílnum var ekið á fólkið í þvögunni í New Orleans á nýársdag. Árásarmaðurinn Shamsud-Din Bahar Jabbar, 42 ára maður frá Texas, var skotinn til bana af lögreglumönnum eftir að hann hafði ekið inn í mannfjölda á Bourbon-stræti. Starfsmenn alríkislögreglunnar segja liggja fyrir að hann hefði verið innblásinn af Íslamska ríkinu en voðaverkið er rannsakað sem hryðjuverk. Hokinn af reynslu Jónas segir að Pettifer hafi verið hokinn af reynslu þrátt fyrir ungan aldur og vísar til hans sem framúrskarandi stangveiðimanns. „Hann var mikið náttúrubarn og elskaði að veiða. Hann var mikill húmoristi og grínaðist mikið.“ Færsla Jónasar í heild sinni.skjáskot „Ég sá hann fyrst í flugvélinni á leið til Vopnafjarðar, glaðbeittan og skrafhreifinn náunga,“ segir í færslu Jónasar en hann tekur fram að Pettifer hafi talað vel um Karl Bretakonung. „Góður drengur, léttur í lund, enskur í öllum háttum og hógvær. Nú er hann allur af því að einhver bandbrjálaður íslamskur hryðjuverkamaður ákvað að aka yfir fólk á nýársgleði í New Orleans. Blessuð sé minning Edward Pettifer.“
Bandaríkin Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira