Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2025 07:30 Dagný Brynjarsdóttir með sonum sínum Brynjari Atla og Andreas Leó sem báðir eru Ómarssynir. Myndin er tekin eftir leik með West Ham. @dagnybrynjars Íslenska knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir þurfti að skilja syni sína eftir á Íslandi þegar hún fór aftur til vinnu sinnar í Englandi. Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Dagný er atvinnukona hjá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og framundan er seinni hluti tímabilsins. Hún hefur lagt mikla vinnu á sig í endurkomunni eftir að hafa eignast sitt annað barn í febrúar. Nú er tími til að uppskera og skila mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá West Ham. Dagný sagði frá því á samfélagsmiðlum hversu erfitt það var að skilja strákana sína eftir á Íslandi. Brynjar Atli er sex ára og Andreas Leó er tíu mánaða. „Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi. Þakklát fyrir að hafa varið nýársmorgni með fjölskyldunni en kveðjustundin í dag var erfið þrátt fyrir að ég hafi haft tvo mánuði til að undirbúa mig,“ skrifaði Dagný. „Málið er að það er oft bara ógeðslega erfitt að vera afreksíþrótta mamma og að búa í öðru landi gerir hlutina oft ennþá erfiðari,“ skrifaði Dagný. Hún er ein af mörgum íslenskum íþróttakonum sem hafa sýnt og það og sannað að það er möguleiki að komast aftur í fremstu röð eftir barnsburð. „Í dag flaug ég alein út. Strákarnir voru eftir á Íslandi með pabba sínum þar sem hann þarf líka að mæta til vinnu og stuðningsnetið okkar er þar,“ skrifaði Dagný. „Ég þarf á hjálp að halda í næsta mánuði og valdi að nýta aðstoðina frekar þá. Ég hef aldrei kvatt yngri son minn fyrr en í morgun. Hann fékk líka seinustu brjóstagjöfina í dag sem gerir allt örugglega miklu erfiðara enda er hann brjóstasjúkur og við höfum elskað þennan tíma saman,“ skrifaði Dagný. „Ég veit hins vegar að fyrir sjálfa mig og mína orku inn á vellinum að þá er það best að þessu ljúki núna þó að ég sé langt frá því tilbúin til þess,“ skrifaði Dagný. Dagný hefur sýnt mikinn styrk í að halda áfram á hæsta stigi fótboltans þrátt fyrir að hafa eignast barn númer tvö. Það sést samt á þessum pistli hennar að þetta kallar á miklar fórnir sem reyna gríðarlega mikið á móðurhjartað. Sjá má pistil hennar hér fyrir neðan. @dagnybrynjars
Enski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira