Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 19:09 Maciej og fjölskylda hans. Foreldrar hans og þrettán ára systir urðu vitni að slysinu í ítalska bænum Nola. Elsta systirin bíður heimkomu fjölskyldu sinnar hér á Íslandi. úr einkasafni Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng. Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fleiri fréttir Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Sjá meira
Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40