Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:40 Maciej æfði fótbolta með Fylki. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir kyrrðarstundina í Árbæjarkirkju í gær voru félagar hans úr íþróttum. Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira