Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 11:40 Maciej æfði fótbolta með Fylki. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir kyrrðarstundina í Árbæjarkirkju í gær voru félagar hans úr íþróttum. Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Drengurinn hét Maciej Andrzej Bieda og gekk í 5. bekk í Árbæjarskóla. Hann og fjölskylda hans eru frá Póllandi en búsett á Íslandi. Maciej var ásamt foreldrum sínum, systur og öðrum fjölskyldumeðlimum í fríi í bænum Nola nærri borginni Napólí þegar bíl var ekið á hann, þar sem hann var á göngu með fjölskyldu sinni. Hann var úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi og lögregla rannsakar málið, að því er fram kemur í ítölskum miðlum. Tendruðu ljós og sungu Fregnir af slysinu bárust heim til Íslands strax daginn eftir og samdægurs opnaði Árbæjarkirkja dyr sínar fyrir fólki sem vildi tendra ljós í minningu Maciej. Í gær var svo haldin formleg kyrrðar- og bænastund í kirkjunni, þar sem um tvö hundruð manns voru viðstaddir, að sögn Þórs Haukssonar sóknarprests. Maciej var í 5. bekk í Árbæjarskóla. „Fullorðnir og börn, skólafélagar og krakkar sem voru með honum í íþróttum komu og áttu þarna kyrrðarstund þar sem var bæði tendrað á ljósum og sungið. Og bara, hér var samfélag. Samfélagið hérna í Árbænum er bara í áfalli.“ Farið var yfir það á kyrrðarstundinni hvernig best sé að takast á við harmleik sem þennan. „Hvernig á að nálgast þetta allt saman, spurningar barnanna og það allt og ég held að þetta sé svona bara aðeins til að hópast saman og takast á við þennan hörmulega atburð,“ segir Þór Hauksson sóknarprestur í Árbæjarkirkju. Safna fé fyrir fjölskylduna Fjölskylda Maciej er enn úti á Ítalíu og sér ekki fram á að koma heim til Íslands fyrr en eftir áramót. Foreldrar hans standa frammi fyrir miklum kostnaði vegna andláts sonarins, meðal annars við flutning hans heim. Fjölskylduvinur hefur því hrundið af stað söfnun fyrir fjölskylduna. Reikningurinn er í nafni Önnu, móður Maciej. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan: Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Reykjavík Samgönguslys Þjóðkirkjan Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira