Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2024 19:09 Maciej og fjölskylda hans. Foreldrar hans og þrettán ára systir urðu vitni að slysinu í ítalska bænum Nola. Elsta systirin bíður heimkomu fjölskyldu sinnar hér á Íslandi. úr einkasafni Foreldrar tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum vita ekki enn þá hvenær þau komast heim til Íslands með líkamsleifar sonar síns. Fjölskylduvinur, sem stendur að söfnun handa fjölskyldunni, segir samfélagið í Árbæ syrgja ljúfan og hæfileikaríkan dreng. Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829 Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Maciej Andrzej Bieda var í jólafríi ásamt fjölskyldu sinni, foreldrum og eldri systur, á Ítalíu þegar slysið varð. Fjölskyldan, sem er pólsk en búsett á Íslandi, var að fara yfir götu rétt við járnbrautarteina í bænum Nola þegar kona, sem kepptist við að aka yfir teinana áður en lest færi hjá, ók bíl sínum á Maciej, með þeim afleiðingum að hann lést. Foreldrar og þrettán ára systir Maciej urðu vitni að allri atburðarásinni. Elsta dóttirin bíður á Íslandi Á sama tíma og þau takast á við sorgina þurfa þau að standa í flókinni skriffinsku í ókunnugu landi. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur sem verið hefur í stöðugum samskiptum við fjölskylduna frá því slysið varð, segir stöðuna átakanlega. „Þau eru ekki búin að ákveða hvenær þau ætla að koma heim. Þetta er bundið allskonar pappírum, þetta er miklu stærra heldur en að taka við honum og fara heim. Það er ekki að auðvelda neitt. Þetta tekur virkilega á. Svo er elsta dóttir þeirra hér á Íslandi og bíður eftir að fá foreldra sína heim með systkini sín. Þannig að þetta er gríðarlega erfitt,“ segir Sonja. Sonja Jóhanna Andrésdóttir, fjölskylduvinur.Vísir/Sigurjón Ljúfur og brosmildur strákur Fjölskyldan flutti til Íslands árið 2018 og varð mjög fljótt virk í samfélaginu. Macije var í fimmta bekk í Árbæjarskóla og æfði fótbolta með Fylki Hvernig strákur var hann? „Ljúfur strákur. Brosmildur. Það fór ekki endilega mikið fyrir honum. En hann var yndislegur strákur og vinamikill, hann átti marga vini hér í kring. Og var bara mjög vinsæll strákur. Góður í fótbolta,“ segir Sonja. Slysið hefur fengið mjög á íbúa í Árbæ. Um tvö hundruð manns komu saman á kyrrðarstund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast Macije. Ljós lifði enn á einu kerti uppi við altari kirkjunnar í dag, í minningu Macije. Fyrir aftan kertið stóð sérstakt minningarljós sem gestur kyrrðarstundarinnar kom með í gær; áletrað með orðunum Við elskum, við munum á pólsku. „Það er gríðarleg sorg í öllu samfélaginu. Og í Árbæ, sérstaklega, Norðlingaholti líka. Þar er mikil tenging í fótboltanum. Þetta er bara endalaus sorg,“ segir Sonja. Safnað fyrir sligandi kostnaði Fram kom í frétt ítalska miðilsins Il Mattino á föstudag að konan sem ók á Macije hefði verið kærð fyrir manndráp. Samkvæmt upplýsingum sem Sonja hefur frá fjölskyldunni var konunni sleppt úr haldi í dag. Sonja segir fjölskylduna ákaflega snortna yfir samkenndinni sem Íslendingar hafi sýnt. Bálför var haldin úti á Ítalíu í gær og fjölskyldan stendur nú frammi fyrir sligandi kostnaði í tengslum við flutning líkamsleifanna og aðrar ráðstafanir í framhaldinu. Sonja hrinti því af stað söfnun til styrktar fjölskyldunni í nafni Önnu, móður Maciej, sem hún hvetur aflögufæra til að leggja lið. Reikningsupplýsingar er að finna hér fyrir neðan. Reikningsnúmer: 0511-14-011162 Kennitala: 010682-2829
Ítalía Samgönguslys Tengdar fréttir Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Um tvö hundruð manns mættu á kyrrðar- og bænastund í Árbæjarkirkju í gær til að minnast tíu ára drengs sem lést í bílslysi á Ítalíu á annan í jólum. Sóknarprestur segir samfélagið í Árbæ harmi slegið. Söfnun hefur verið hrundið af stað til að aðstoða fjölskyldu drengsins. 30. desember 2024 11:40