Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. desember 2024 16:23 Gríðarlegt magn fíkniefna fannst í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 20. janúar. Þeir eru sakaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla lagði hald á mikið magn fíkniefna í byrjun október. Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum. Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í byrjun október voru þrír karlmenn handteknir eftir að lögregla lagði hald á „gríðarlegt magn“ fíkniefna sem geymd voru í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi. Um var að ræða tæp þrjú kíló af MDMA-kristöllum og 1781 stykki af MDMA-töflum. Mennirnir þrír hafa sætt gæsluvarðhaldi frá 3. október en var það þann 20. desember framlengt um mánuð, til 20. janúar 2025. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar. Lögregla frétti af miklu magni fíkniefna í skrifstofurýminu. Fóru þeir á staðinn og skiptu efninu út fyrir gerviefni en ásamt því voru settar upp upptökuvélar. Á þeim upptökum sáust mennirnir þrír koma og sækja efnin. Tveir þeirra tóku fíkniefnin með sér í eina bifreið en sá þriðji var sóttur af öðrum ökumanni á annarri bifreið. Voru bílarnir tveir keyrðir í sitt hvora áttina. Í kjölfarið handtók lögregla mennina. Við húsleit á heimili fannst einnig umtalsvert magn fíkniefna. Mennirnir þrír neituðu allir sök en í fjórðu skýrslutöku breytti einn þeirra fyrri framburði sínum og sagðist eiga öll fíkniefnin. Hann hefði beðið hina mennina um að geyma og fela efnin fyrir sig. Á upptökum lögreglu sjást allir mennirnir ná í fíkniefnin í skrifstofuhúsnæðinu, falda upp á fölsku lofti. Lögregla telur ljóst að allir þrír hafi vitað af rýminu og hvað þar væri að finna. Rannsókn málsins er lokið. Héraðssaksóknari hefur höfðað sakamál á hendur mönnunum.
Fíkniefnabrot Kópavogur Lögreglumál Mál Shamsudin-bræðra Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira