Tillagan eðlileg og gagnrýnendur einungis frá höfuðborgarsvæðinu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2024 19:01 Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins biður fólk um að vera málefnalegt í umræðu sem snýr að landsfundi flokksins og mögulegri frestun hans. Tillagan sé eðlileg og gagnrýni á hana komi eingöngu af höfuðborgarsvæðinu. „Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
„Jens Garðar Helgason, nýkjörinn þingmaður þeirra flokksmanna sem lengst eiga að sækja landsfund, hefur viðrað þá hugmynd að fresta fundi um einhverjar vikur með þeirri eðlilegu röksemd sem varðar veður og færð á nýhafinni Góu. Við vitum að þá getur verið allra veðra von,“ skrifar Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins á Facebook. Tillagan hefur vakið harðar umræður innan flokksins, síðast í dag sagðist Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins ekki vita um nein góð rök fyrir því að fresta fundinum. Í færslunni segir Jón marga reikna með formannskosningu og geta að hans sögn varla haldið í sér af spenningi. Komi til þess að valin verði ný forysta í flokknum sé fundurinn mikilvægari en ella. „Það er þess vegna enn frekari ástæða til að taka um þessa tillögu málefnalega umræðu því ekki viljum við halda slíkan fund í skugga þess að aðeins þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu og næst því komist á fundinn,“ skrifar Jón. Mikilvægt sé að fólk af landsbyggðinni komist klakklaust á fundinn. „Mér sýnast gagnrýnendur þess að fresta fundinum eingöngu koma af höfuðborgarsvæðinu og ég biðla til þess fólks að sleppa stóru orðunum gagnvart tillögu sem er mjög eðlileg, sérstaklega komandi úr þessari átt,“ skrifar Jón. Þá sjái hann ekki hvaða máli skipti að fresta fundinum um einhverjar vikur. „Það sem við Sjálfstæðismenn þurfum á að halda núna er að snúa bökum saman og koma samstillt í öfluga stjórnarandstöðu. Af nægu er að taka þar.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55 „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Til alvarlegar skoðunar er í innsta kjarna Sjálfstæðisflokksins að fresta landsfundi flokksins sem fyrirhugaður er í lok febrúar. Slæm tímasetning með tilliti til veðurs og færðar er nefnd sem lykilástæða en samkvæmt heimildum fréttastofu leikur yfirvofandi brotthvarf Bjarna Benediktssonar formanns flokksins og hver eigi að taka við sem leiðtogi lykilhlutverk. 27. desember 2024 11:55
„Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir nýbreytni ef vont veður yrði notað sem ástæða til að fresta landsfundi. Leiðtogi eldri sjálfstæðismanna segir tíma formannsins liðinn og að umræða um frestun fundarins beri einkenni baktjaldamakks. 28. desember 2024 12:34