Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2024 12:15 Brynhildur Pétursdóttir er framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna vill benda neytendum á að þeir eigi mun ríkari og rýmri skilarétt ef vörurnar sem þeir vilja skila hafa verið keyptar á netinu fremur en í hefðbundnum verslunum. Neytandi á að geta skilað vöru sem keypt er á netinu fjórtán dögum eftir að hann fær hana í hendur. Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“ Neytendur Verslun Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira
Í dag er fyrsti formlegi opnunardagur verslana eftir hinar hefðbundu lokanir yfir jólahátíðina en viðbúið er að fjöldi fólks streymi í verslanir og verslunarmiðstöðvar í dag til að skipta þeim gjöfum sem ekki henta af einhverjum ástæðum. Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, hvetur fólk til þess að vera ekkert að draga það á langinn að skila vörum. „Vandamálið er oft ef það er byrjuð útsala, þær geta byrjað fljótlega eftir áramót. Sú viðtekna venja hefur skapast að neytandi á rétt á að fá fullt verð fyrir inneignanótuna en að sama skapi þá getur seljandi sagt, þú færð notað hana eftir að útsalan er búin.“ Brynhildur segir að Neytendasamtökin vilji fá vita af því ef seljendur neita að taka við gjafabréfum þegar neytendur versla á komandi janúarútsölu. Inneignarnóta og gjafabréf sé alls ekki það sama. „Eins ættu gjafabréf að gilda í fjögur ár, það er eðlilegt, það er almennur fyrningarfrestur á kröfum þannig að ef að gjafabréf eru með mjög stuttan gildistíma þá gerum við líka athugasemdir við það.“ Nú á tímum er verslun mikið farin að færast yfir á netið og því viðbúið að margir landsmenn hafi fengið gjafir sem keyptar hafa verið á netinu. „Þegar vara er keypt á netinu þá er mun ríkari skilaréttur og þá getur neytandi skilað vöru 14 dögum eftir að hann fær hann í hendur eða látið vita að hann ætli að skila vörunni og koma henni svo til seljanda og þarf ekkert að gefa neinar skýringar á því.“ Það sama gildi um útsöluvörur á netinu. „Seljendur, margir hverjir, halda að ef vara er á útsölu þá sé ekki hægt að skila henni en ef þeir eru að selja útsöluvörur á netinu þá gildir þessi skilaréttur.“
Neytendur Verslun Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fleiri fréttir Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Sjá meira