Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2024 08:46 Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega. Var þingforsetinn sakaður um valdníðslu. AP Suðurkóreska þingið hefur samþykkt að ákæra Han Duck-soo, starfandi forseta landsins, til embættismissis. Þetta gerist tveimur vikum eftir að samþykkt var að gera slíkt hið sama við forsetann Yoon Suk Yeol. Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins, Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þetta var ákveðið þegar suðurkóreska þingið kom saman í fyrr í dag. Alls greiddu 192 þingmenn atkvæði með að ákæra Han, en 151 hið minnsta þurfti til að ákæran næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við stöðu starfandi forseta þegar forsetinn Yoon var ákærður til embættismissis í byrjun mánaðar í kjölfar ákvörðunar sinnar um að koma á herlögum í landinu. Í frétt BBC segir að Han hafi verið ætlað að leiða landið í gegnum það pólitíska öngþveiti sem hefur ríkt í landinu síðustu vikurnar. Stjórnarandstæðingar sökuðu hann hins vegar að um að neita því að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til að hægt væri að framfylgja ákæruferlinu á hendur Yoon með fullnægjandi hætti. Stjórnarþingmenn mótmæltu harðlega Mikið uppnám varð í suðurkóreska þinginu í morgun og mótmæltu stjórnarþingmenn harðlega þegar þingforsetinn Woo Won-shik tilkynnti að einungis þyrfti atkvæði 151 þingmanna til að samþykkja ákæru á hendur Han. Þegar Yoon var ákærður til embættismissis þurfti atkvæði tvö hundruð þingmanna, en ákvörðun þingforsetans í morgun þýddi að engir stjórnarþingmenn þurftu að greiða atkvæði með ákæru til að málið næði fram að ganga. Forsætisráðherrann Han Duck-soo tók við skyldum forseta landsins fyrr í mánuðinum þegar þingið ákvað að ákæra forsetann Yoon Suk Yeol til embættismissis.EPA Stjórnarþingmenn létu ýmis orð falla á þinginu í morgun og sögðu að ógilda ætti atkvæðagreiðsluna og sökuðu þingforsetann um valdníðslu og hvöttu hann til að segja af sér. Flestir stjórnarþingmenn sniðgengu atkvæðagreiðsluna. Han verður nú leystur frá störfum af þinginu, en líkt og í tilfelli Yoon þá þarf stjórnlagadómstóll landsins að staðfesta ákæruna og hefur hann 180 daga til að taka ákvörðun í málinu. Kom í veg fyrir skipun dómara Stjórnarandstöðuþingmenn lögðu fyrst fram tillögu í gær um að ákæra skyldi Han eftir að hann stöðvaði skipun þriggja dómara sem þingið hafði samþykkt að skyldu taka mál Yoon fyrir. Níu dómarar eiga alla jafnan sæti í stjórnlagadómstól Suður-Kóreu og þurfa að sex dómarar hið minnsta að staðfesta ákæru á hendur Yoon til að hún nái fram að ganga. Sem stendur eiga hins vegar bara sex dómarar sæti í dómstólnum sem þýðir að einungis einn þeirra gæti lagst gegn ákærunni til að koma í veg fyrir að Yoon yrði hrakinn úr embætti. Vonuðust stjórnarandstöðuþingmenn til að með fullskipa dóminn myndi það auka líkur á að Yoon yrði ákærður til embættismissis. Fjármálaráðherrann Choi Sang-mok mun nú taka við af Han sem starfandi forseti landsins,
Suður-Kórea Tengdar fréttir Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33 Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Reyna að tryggja stöðugleika í Suður-Kóreu Leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokks Suður-Kóreu, Lee Jae-myung, hefur heitið að vinna með starfandi forseta landsins svo hægt sé að tryggja stöðugleika eftir að forsetanum var vísað frá í gær. 15. desember 2024 09:33
Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Þingið í Suður-Kóreu hefur samþykkt að ákæra forseta landsins Yoon Suk Yeol fyrir embættisafglöp. Þingið greiddi atkvæði um það í morgun og var tillagan samþykkt með miklum meirihluta, 204 gegn 85. 14. desember 2024 07:43