Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2024 16:38 Meira en tíu ár eru síðan flugvélin MH370 hvarf og stendur nú til að leita hennar í fjórða sinn. Getty/Supian Ahmad Ríkisstjórn Malasíu hefur samþykkt að hefja aftur leit að flugvélinni MH370 sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking fyrir rúmum tíu árum. Um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777, voru 239 manneskjur en talið er að hún hafi hrapað í Indlandshaf. Smátt brak hefur í fáum tilfellum rekið á land en engin lík eða hlutar úr flugvélinni hafa fundist enn. Þetta er í fjórða sinn sem leitað verður að flugvélinni en fyrsta leitin stóð yfir í fjögur ár. Starfsmenn fyrirtækisins Ocean Infinity munu koma að leitinni en þeir héldu einnig utan um þriðju leitina, sem lauk árið 2018. Leitin á að standa yfir í að minnsta kosti eitt og hálft ár og á að notast við kafbáta til að leita á botni um fimmtán þúsund ferkílómetra svæðis. Anthony Loke, samgönguráðherra Malasíu, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt væri að reyna að finna svör fyrir ættingja þeirra sem týndust með flugvélinni. „Við vonum að í þetta sinn verði niðurstaðan jákvæð. Að brakið finnist og fjölskyldurnar fái svör,“ sagði Loke, samkvæmt Retuers. Hvarf sporlaust Verið var að fljúga flugvélinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 og tæpum fjörutíu mínútum eftir flugtak hvarf flugvélin af ratsjám. Skömmu áður en flugvélinni var flogið úr flugumferðarstjórnarsvæði Malasíu óskaði flugstjórinn flugumferðarstjórum í Kuala Lumpur góðrar nætur. Það var nokkrum mínútum áður en sambandið rofnaði við staðsetningarbúnað flugvélarinnar og flugstjórinn hafði aldrei samband við flugumferðarstjóra í Víetnam, eins og hann átti að gera. Um borð voru 227 farþegar og þar af fimm ung börn, auk tólf áhafnarmeðlima. Flestir farþegar, eða 153, voru frá Kína. Fimmtíu voru frá Malasíu, sjö frá Indónesíu, sex frá Ástralíu, fimm frá Indlandi, fjórir frá Frakklandi en þar að auki voru farþegar frá Bandaríkjunum, Kanada, Íran, Hollandi, Nýja Sjálandi, Rússlandi, Taívan og Úkraínu um borð. Hernaðarratsjár sýndu að stefnu flugvélarinnar var breytt til vestur yfir Andaman-haf og að Indlandshafi. Þá hafa gögn úr gervihnöttum sýnt að flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir til viðbótar. Mögulega þar til flugvélin varð eldsneytislaus og er talið að hún hafi hrapað í sunnanvert Indlandshafið. Erfitt að fá svör án flugrita Margar kenningar um hvarfið hafa litið dagsins ljós í gegnum árin og hafa margar þeirra snúist um að annar flugmannanna eða þeir báðir hafi vísvitandi grandað flugvéllinni en án þess að flugritar flugvélarinnar finnist og að þeir séu þá í heilu lagi, er ólíklegt að svör muni nokkurn tímann fást. Brak, sem í einhverjum tilfellum hefur verið staðfest að er úr flugvélinni og í öðrum er það eingöngu talið vera úr flugvélinni, hefur rekið á land á austurströnd Afríku og eyjar í Indlandshafinu. Loke segir að forsvarsmenn Ocean Infinity séu borubrattir um að þeir geti fundið flakið og byggir leitarsvæðið á greiningu nýrra gagna. „Gögnin hafa var kynnt. Okkar teymi hafa farið yfir þau og fannst þau trúverðug,“ sagði Loke. Samningurinn við Ocean Infinity er samkvæmt Reuters þess eðlis að finni starfsmenn Ocean Infinity ekki flugvélina þurfi Malasíumenn ekki að greiða fyrirtækinu. Malasía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Malasíska ríkið uggandi vegna flugslysagríns Stjórnvöld í Malasíu hafa óskað eftir liðsinni alþjóðalögreglunnar Interpol við að lýsa eftir bandarískum uppistandara sem gantaðist að flugslysum Malaysian Airlines í uppistandi sínu sem hún birti á veraldarvefnum í síðustu viku. 13. júní 2023 21:37 Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. 19. febrúar 2020 23:26 Fundu heilleg skipsflök frá 19. öld í stað malasískrar farþegaflugvélar Leitin að farþegaflugvél Malaysia Airlines MH370, sem hvarf yfir Indlandshafi fyrir þremur árum, hefur orðið til þess að vísindamenn báru kennsl á tvö skipsflök frá 19. öld. 4. maí 2018 14:01 Enn finnst mögulegt brak úr MH370 MH370 hvarf í mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 farþega. 3. apríl 2016 09:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Smátt brak hefur í fáum tilfellum rekið á land en engin lík eða hlutar úr flugvélinni hafa fundist enn. Þetta er í fjórða sinn sem leitað verður að flugvélinni en fyrsta leitin stóð yfir í fjögur ár. Starfsmenn fyrirtækisins Ocean Infinity munu koma að leitinni en þeir héldu einnig utan um þriðju leitina, sem lauk árið 2018. Leitin á að standa yfir í að minnsta kosti eitt og hálft ár og á að notast við kafbáta til að leita á botni um fimmtán þúsund ferkílómetra svæðis. Anthony Loke, samgönguráðherra Malasíu, sagði á blaðamannafundi í dag að nauðsynlegt væri að reyna að finna svör fyrir ættingja þeirra sem týndust með flugvélinni. „Við vonum að í þetta sinn verði niðurstaðan jákvæð. Að brakið finnist og fjölskyldurnar fái svör,“ sagði Loke, samkvæmt Retuers. Hvarf sporlaust Verið var að fljúga flugvélinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars 2014 og tæpum fjörutíu mínútum eftir flugtak hvarf flugvélin af ratsjám. Skömmu áður en flugvélinni var flogið úr flugumferðarstjórnarsvæði Malasíu óskaði flugstjórinn flugumferðarstjórum í Kuala Lumpur góðrar nætur. Það var nokkrum mínútum áður en sambandið rofnaði við staðsetningarbúnað flugvélarinnar og flugstjórinn hafði aldrei samband við flugumferðarstjóra í Víetnam, eins og hann átti að gera. Um borð voru 227 farþegar og þar af fimm ung börn, auk tólf áhafnarmeðlima. Flestir farþegar, eða 153, voru frá Kína. Fimmtíu voru frá Malasíu, sjö frá Indónesíu, sex frá Ástralíu, fimm frá Indlandi, fjórir frá Frakklandi en þar að auki voru farþegar frá Bandaríkjunum, Kanada, Íran, Hollandi, Nýja Sjálandi, Rússlandi, Taívan og Úkraínu um borð. Hernaðarratsjár sýndu að stefnu flugvélarinnar var breytt til vestur yfir Andaman-haf og að Indlandshafi. Þá hafa gögn úr gervihnöttum sýnt að flugvélinni var flogið í rúmar sex klukkustundir til viðbótar. Mögulega þar til flugvélin varð eldsneytislaus og er talið að hún hafi hrapað í sunnanvert Indlandshafið. Erfitt að fá svör án flugrita Margar kenningar um hvarfið hafa litið dagsins ljós í gegnum árin og hafa margar þeirra snúist um að annar flugmannanna eða þeir báðir hafi vísvitandi grandað flugvéllinni en án þess að flugritar flugvélarinnar finnist og að þeir séu þá í heilu lagi, er ólíklegt að svör muni nokkurn tímann fást. Brak, sem í einhverjum tilfellum hefur verið staðfest að er úr flugvélinni og í öðrum er það eingöngu talið vera úr flugvélinni, hefur rekið á land á austurströnd Afríku og eyjar í Indlandshafinu. Loke segir að forsvarsmenn Ocean Infinity séu borubrattir um að þeir geti fundið flakið og byggir leitarsvæðið á greiningu nýrra gagna. „Gögnin hafa var kynnt. Okkar teymi hafa farið yfir þau og fannst þau trúverðug,“ sagði Loke. Samningurinn við Ocean Infinity er samkvæmt Reuters þess eðlis að finni starfsmenn Ocean Infinity ekki flugvélina þurfi Malasíumenn ekki að greiða fyrirtækinu.
Malasía Flugvélahvarf MH370 Fréttir af flugi Tengdar fréttir Malasíska ríkið uggandi vegna flugslysagríns Stjórnvöld í Malasíu hafa óskað eftir liðsinni alþjóðalögreglunnar Interpol við að lýsa eftir bandarískum uppistandara sem gantaðist að flugslysum Malaysian Airlines í uppistandi sínu sem hún birti á veraldarvefnum í síðustu viku. 13. júní 2023 21:37 Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. 19. febrúar 2020 23:26 Fundu heilleg skipsflök frá 19. öld í stað malasískrar farþegaflugvélar Leitin að farþegaflugvél Malaysia Airlines MH370, sem hvarf yfir Indlandshafi fyrir þremur árum, hefur orðið til þess að vísindamenn báru kennsl á tvö skipsflök frá 19. öld. 4. maí 2018 14:01 Enn finnst mögulegt brak úr MH370 MH370 hvarf í mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 farþega. 3. apríl 2016 09:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Sjá meira
Malasíska ríkið uggandi vegna flugslysagríns Stjórnvöld í Malasíu hafa óskað eftir liðsinni alþjóðalögreglunnar Interpol við að lýsa eftir bandarískum uppistandara sem gantaðist að flugslysum Malaysian Airlines í uppistandi sínu sem hún birti á veraldarvefnum í síðustu viku. 13. júní 2023 21:37
Segir nær öruggt að flugmaður Malaysian Air MH370 hafi grandað vélinni af ásettu ráði Fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu segir það nærri öruggt að flugstjóri Malaysian Airlines MH370 flugvélarinnar hafi framið morð og sjálfsvíg. Það hafi leitt til hvarfs vélarinnar árið 2014 sem enn hefur ekki fundist. 19. febrúar 2020 23:26
Fundu heilleg skipsflök frá 19. öld í stað malasískrar farþegaflugvélar Leitin að farþegaflugvél Malaysia Airlines MH370, sem hvarf yfir Indlandshafi fyrir þremur árum, hefur orðið til þess að vísindamenn báru kennsl á tvö skipsflök frá 19. öld. 4. maí 2018 14:01
Enn finnst mögulegt brak úr MH370 MH370 hvarf í mars 2014 á leið frá Kuala Lumpur til Peking með 239 farþega. 3. apríl 2016 09:30