Þjálfararáðning bíði líklega nýs árs Valur Páll Eiríksson skrifar 19. desember 2024 10:02 Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ. vísir/Arnar Þorvaldur Örlygsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, gerir ráð fyrir að nýr landsliðsþjálfari verði ekki ráðinn fyrr en eftir áramót. Enn eigi eftir að boða kandídata í viðtöl. „Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að,“ hefur mbl.is eftir Þorvaldi. Þorvaldur býst við að tíðinda verði að vænta af þjálfaramálum eftir tvær til þrjár vikur. Ummæli hans ríma við það sem hann sagði við Vísi fyrir rúmri viku þegar hann bjóst síður við að ráða þjálfara fyrir jól. Gera má ráð fyrir að umsækjendur og mögulegir kostir verði teknir í viðtal milli jóla og nýárs eða snemma á nýju ári. Þrír til fjórir aðilar verða að líkindum fengnir í viðtal. Þorvaldur sagði við Vísi eftir uppsögn Åge Hareide að hann hygðist heldur ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari Kortrijk, hafa helst verið nefndir til sögunnar. Gera má ráð fyrir að Arnar verði tekinn í viðtal eftir Evrópuleik Víkings við LASK ytra í kvöld, að KSÍ hafi af virðingu við hann og Víkingsliðið, ákveðið að bíða þar til deildarkeppni Sambandsdeildarinnar væri afstaðin. Staða Freys breyttist óvænt í vikunni þegar honum var sagt upp störfum hjá Kortrijk. Hann er því skyndilega laus allra mála. Norðmaðurinn Per Matthias Högmo og Svíinn Janne Anderson hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem kostir sem KSÍ séu með til skoðunar. Fyrsta verkefni nýs þjálfara, hvers svo sem hann verður, er umspil Þjóðadeildarinnar í mars þar sem Ísland mætir Kósóvó heima (heimaleikurinn verður að vísu leikinn erlendis vegna framkvæmda við Laugardalsvöll) og heiman. Sigurliðið keppir í B-deild en tapliðið í C-deild. Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
„Við erum komin á góðan stað í dag en mér finnst ólíklegt að við fáum nýjan þjálfara í jólagjöf. Þetta er ákveðið ferli, sem við erum að klára innanhúss, um það hvernig við sjáum þetta fyrir okkur og hvernig manneskju við erum að leita að,“ hefur mbl.is eftir Þorvaldi. Þorvaldur býst við að tíðinda verði að vænta af þjálfaramálum eftir tvær til þrjár vikur. Ummæli hans ríma við það sem hann sagði við Vísi fyrir rúmri viku þegar hann bjóst síður við að ráða þjálfara fyrir jól. Gera má ráð fyrir að umsækjendur og mögulegir kostir verði teknir í viðtal milli jóla og nýárs eða snemma á nýju ári. Þrír til fjórir aðilar verða að líkindum fengnir í viðtal. Þorvaldur sagði við Vísi eftir uppsögn Åge Hareide að hann hygðist heldur ráða íslenskan þjálfara en erlendan. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Freyr Alexandersson, fráfarandi þjálfari Kortrijk, hafa helst verið nefndir til sögunnar. Gera má ráð fyrir að Arnar verði tekinn í viðtal eftir Evrópuleik Víkings við LASK ytra í kvöld, að KSÍ hafi af virðingu við hann og Víkingsliðið, ákveðið að bíða þar til deildarkeppni Sambandsdeildarinnar væri afstaðin. Staða Freys breyttist óvænt í vikunni þegar honum var sagt upp störfum hjá Kortrijk. Hann er því skyndilega laus allra mála. Norðmaðurinn Per Matthias Högmo og Svíinn Janne Anderson hafa einnig verið nefndir til sögunnar sem kostir sem KSÍ séu með til skoðunar. Fyrsta verkefni nýs þjálfara, hvers svo sem hann verður, er umspil Þjóðadeildarinnar í mars þar sem Ísland mætir Kósóvó heima (heimaleikurinn verður að vísu leikinn erlendis vegna framkvæmda við Laugardalsvöll) og heiman. Sigurliðið keppir í B-deild en tapliðið í C-deild.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Fótbolti Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn