Fyrsta yfirlýsing Assads: Fer fögrum en ósönnum orðum um sjálfan sig Samúel Karl Ólason skrifar 16. desember 2024 14:09 Bashar al-Assad í Damaskus í maí 2023. Getty/Matin Ghasemi Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra Sýrlands, hefur sent frá sér sína fyrstu yfirlýsingu eftir að hann flúði til Rússlands. Þar segist hann ekki hafa ætlað sér að flýja land en hafi neyðst til þess þegar árásir voru gerðar á rússneska herstöð í Sýrlandi, þar sem hann var staddur. Í yfirlýsingunni, sem rússneskir ríkismiðlar hafa sagt frá, segist Assad vilja segja sína hlið á sögulegum vendingum í Sýrlandi og segir hann sannleikann hafa verið afbakaðan. Öryggishagsmunir hafi þó komið í veg fyrir að hann hafi getað tjáð sig, fyrr en nú, og segist hann ætla gera frekar skil á sinni afstöðu í framtíðinni. Yfirlýsingin var birt á Telegram-síðu forsetaembættis Sýrlands og vísað í hana í ríkismiðlum Rússland, þar sem Assad er. Ekki hefur þó verið staðfest að hún sé frá Assad sjálfum. Assad segist ekki hafa ætlað sér að flýja Sýrland en hann hafi þurft að gera það þegar ljóst varð að varnir stjórnarhers hans höfðu alfarið fallið saman undan skyndisókn uppreisnarmanna HTS í norðvesturhluta Sýrlands og þess að aðrir hópar tóku einnig upp vopn víðsvegar um landið. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Assad hafði þá hörfað til herstöðvar Rússa í Latakiahéraði. Hann segir uppreisnarmenn hafa gert ítrekaðar drónaárásir á herstöðina og yfirvöld í Kreml hafi þá farið fram á að hann yrði fluttur úr landi og til Rússlands. Þar sem allar aðrar leiðir úr herstöðinni hafi verið lokaðar honum, hafi hann samþykkt að fara til Rússlands. Um kvöldið 8. desember, eftir að uppreisnarmenn höfðu tekið Damaskus, flúði Assad til Rússlands. „Á engum tímapunkti hafði ég íhugað að stíga til hliðar eða flýja og hafði enginn lagt slíkt til. Það eina í stöðunni var að halda baráttunni gegn árásum hryðjuverkamanna áfram,“ skrifar Assad. Persónulegar myndir Assads, sem fundust meðal annars í forsetahöllinni í Damaskus, hafa verið í dreifingu.AP Lofar sjálfan sig Því næst fer Assad fögrum og ósönnum orðum um sjálfan sig og baráttu sína fyrir sýrlensku þjóðina. Hann hafi ávallt neitað að gefa eftir hagsmuni þjóðarinnar fyrir eigin hag, þrátt fyrir ítrekuð gylliboð, og hafi staðið við hlið almennra hermanna á víglínunni í gegnum borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann segist þar að auki aldrei hafa gefið frelsi Palestínu og Líbanon upp á bátinn né svikið bandamenn sína. Sjá einnig: Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Assad segist aldrei hafa sóst eftir persónulegum auð, heldur litið á sjálfan sig sem varðmann sýrlensku þjóðarinnar. Hann hafi gefið allt til að verja þjóðina, ríkið og stofnanir og frelsi þjóðarinnar til hins síðasta. Assad hefur lengi verið sakaður um umfangsmikil og tíð grimmdarverk í Sýrlandi. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og voru fjölmargir látnir hverfa í fangelsiskerfi landsins. Mannréttindasamtök telja að frá 2011 hafi rúmlega 96 þúsund manns horfið í fangelsum Sýrlands. Þá hefur Assad látið gera efnavopnaárásir á óbreytta borgara í Sýrlandi, auk þess sem svokölluðum tunnusprengjum hefur ítrekað verið varpað á sýrlenskar borgir. Bandamenn Assads; Rússar, Íranar og Hezbollah, hafa einnig verið sakaðir um fjölmörg ódæði í Sýrlandi í gegnum árin. Ríkisstjórn Assads var einnig viðloðin umfangsmikla framleiðslu og sölu á fíkniefninu Captagon, sem glæpamenn og aðrir hafa dreift um Mið-Austurlönd og víðar. Sjá einnig: Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Talið er að síðan Hafez al-Assad tók völd árið 1970 hafi hann og síðan Bashar al-Assad, safnað umfangmiklum auðmunum víðsvegar um heiminn. Fjölskyldan er talin eiga fasteignir og fyrirtæki víða um heim. Meðal annars er fjölskyldan talin eiga dýrar byggingar í Rússlandi, hótel í Vínarborg og einkaþotu í Dubai. Wall Street Journal segir umfangsmikla leit að þessum auðmunum standa yfir. Assad á sínum yngri árum með konu sem ekki er vitað hver er.AP Heita kosningum á næsta ári Í lok yfirlýsingarinnar segist Assad enn telja sig tilheyra sýrlensku þjóðinni og að hann voni innilega að hún öðlist aftur frelsi og sjálfstæði, sem verður að teljast nokkuð kaldhæðnislegt. Uppreisnarmennirnir sem eru nú með stjórnartaumana í Sýrlandi þykja mjög íhaldssamir en enn sem komið er hefur yfirtaka þeirra að mestu farið friðsamlega fram. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Sharaa var á árum áður meðlimur al-Qaeda í Írak. Sharaa og Bashir hafa heitið því að halda kosningar á næsta ári. Fréttin hefur verið uppfærð. Sýrland Rússland Tengdar fréttir Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. 16. desember 2024 08:23 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Í yfirlýsingunni, sem rússneskir ríkismiðlar hafa sagt frá, segist Assad vilja segja sína hlið á sögulegum vendingum í Sýrlandi og segir hann sannleikann hafa verið afbakaðan. Öryggishagsmunir hafi þó komið í veg fyrir að hann hafi getað tjáð sig, fyrr en nú, og segist hann ætla gera frekar skil á sinni afstöðu í framtíðinni. Yfirlýsingin var birt á Telegram-síðu forsetaembættis Sýrlands og vísað í hana í ríkismiðlum Rússland, þar sem Assad er. Ekki hefur þó verið staðfest að hún sé frá Assad sjálfum. Assad segist ekki hafa ætlað sér að flýja Sýrland en hann hafi þurft að gera það þegar ljóst varð að varnir stjórnarhers hans höfðu alfarið fallið saman undan skyndisókn uppreisnarmanna HTS í norðvesturhluta Sýrlands og þess að aðrir hópar tóku einnig upp vopn víðsvegar um landið. Sjá einnig: „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Assad hafði þá hörfað til herstöðvar Rússa í Latakiahéraði. Hann segir uppreisnarmenn hafa gert ítrekaðar drónaárásir á herstöðina og yfirvöld í Kreml hafi þá farið fram á að hann yrði fluttur úr landi og til Rússlands. Þar sem allar aðrar leiðir úr herstöðinni hafi verið lokaðar honum, hafi hann samþykkt að fara til Rússlands. Um kvöldið 8. desember, eftir að uppreisnarmenn höfðu tekið Damaskus, flúði Assad til Rússlands. „Á engum tímapunkti hafði ég íhugað að stíga til hliðar eða flýja og hafði enginn lagt slíkt til. Það eina í stöðunni var að halda baráttunni gegn árásum hryðjuverkamanna áfram,“ skrifar Assad. Persónulegar myndir Assads, sem fundust meðal annars í forsetahöllinni í Damaskus, hafa verið í dreifingu.AP Lofar sjálfan sig Því næst fer Assad fögrum og ósönnum orðum um sjálfan sig og baráttu sína fyrir sýrlensku þjóðina. Hann hafi ávallt neitað að gefa eftir hagsmuni þjóðarinnar fyrir eigin hag, þrátt fyrir ítrekuð gylliboð, og hafi staðið við hlið almennra hermanna á víglínunni í gegnum borgarastyrjöldina í Sýrlandi. Hann segist þar að auki aldrei hafa gefið frelsi Palestínu og Líbanon upp á bátinn né svikið bandamenn sína. Sjá einnig: Hver er Assad? Læknaneminn sem varð að einræðisherra Assad segist aldrei hafa sóst eftir persónulegum auð, heldur litið á sjálfan sig sem varðmann sýrlensku þjóðarinnar. Hann hafi gefið allt til að verja þjóðina, ríkið og stofnanir og frelsi þjóðarinnar til hins síðasta. Assad hefur lengi verið sakaður um umfangsmikil og tíð grimmdarverk í Sýrlandi. Ríkisstjórn Assads stundaði það lengi að láta fólk hverfa en slíkum tilfellum fjölgaði mjög um 2011, þegar andóf gegn ríkisstjórninni jókst. Pyntingar voru tíðar og voru fjölmargir látnir hverfa í fangelsiskerfi landsins. Mannréttindasamtök telja að frá 2011 hafi rúmlega 96 þúsund manns horfið í fangelsum Sýrlands. Þá hefur Assad látið gera efnavopnaárásir á óbreytta borgara í Sýrlandi, auk þess sem svokölluðum tunnusprengjum hefur ítrekað verið varpað á sýrlenskar borgir. Bandamenn Assads; Rússar, Íranar og Hezbollah, hafa einnig verið sakaðir um fjölmörg ódæði í Sýrlandi í gegnum árin. Ríkisstjórn Assads var einnig viðloðin umfangsmikla framleiðslu og sölu á fíkniefninu Captagon, sem glæpamenn og aðrir hafa dreift um Mið-Austurlönd og víðar. Sjá einnig: Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Talið er að síðan Hafez al-Assad tók völd árið 1970 hafi hann og síðan Bashar al-Assad, safnað umfangmiklum auðmunum víðsvegar um heiminn. Fjölskyldan er talin eiga fasteignir og fyrirtæki víða um heim. Meðal annars er fjölskyldan talin eiga dýrar byggingar í Rússlandi, hótel í Vínarborg og einkaþotu í Dubai. Wall Street Journal segir umfangsmikla leit að þessum auðmunum standa yfir. Assad á sínum yngri árum með konu sem ekki er vitað hver er.AP Heita kosningum á næsta ári Í lok yfirlýsingarinnar segist Assad enn telja sig tilheyra sýrlensku þjóðinni og að hann voni innilega að hún öðlist aftur frelsi og sjálfstæði, sem verður að teljast nokkuð kaldhæðnislegt. Uppreisnarmennirnir sem eru nú með stjórnartaumana í Sýrlandi þykja mjög íhaldssamir en enn sem komið er hefur yfirtaka þeirra að mestu farið friðsamlega fram. Ahmed Al-Sharaa, sem gengið hefur undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani og leiðir öflugasta uppreisnarhópinn í Sýrlandi, sem ber nafnið HTS, hefur skipað Mohammed al-Bashir í embætti forsætisráðherra í bráðabirgðaríkisstjórn Sýrlands. Sharaa var á árum áður meðlimur al-Qaeda í Írak. Sharaa og Bashir hafa heitið því að halda kosningar á næsta ári. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sýrland Rússland Tengdar fréttir Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. 16. desember 2024 08:23 Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51 Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31 Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Vill tvöfalda fjölda fólks á Gólan-hæðum Ríkisstjórn Ísraels hefur samþykkt áætlun sem miðar að því að tvöfalda fjölda landtökufólks sem býr á Gólan-hæðum, svæðinu á milli Ísraels og Sýrlands. 16. desember 2024 08:23
Lífið í Damaskus að færast í eðlilegt horf þrátt fyrir árásir Ísraela Ísraelsher gerði fjölda loftárása á Sýrland í nótt, þrátt fyrir yfirlýsingar uppreisnarleiðtogans þar í landi um að hann hyggist halda frið. Líf almennra borgara í Damaskus er að færast í eðlilegt horf, börn mættu í skóla í dag í fyrsta sinn eftir fall Assad-stjórnarinnar. 15. desember 2024 19:51
Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, segir Bandaríkin komin í beint samband við HTS uppreisnarhópinn sem nú stýrir Sýrlandi eftir að Assad stjórninni var ýtt frá völdum. Það er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn viðurkenna að vera í beinu sambandi við samtökin sem þau skilgreina enn sem hryðjuverkasamtök. 15. desember 2024 08:31
Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Rússneskir hermenn í Sýrlandi hafa streymt til Hmeimim herstöðvar Rússlands í Latakiahéraði. Gervihnattamyndir sýna að þar hafa hermenn verið að taka saman loftvarnarkerfi og þykir það benda til þess að Rússar séu alfarið að yfirgefa Sýrland eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad. 13. desember 2024 16:18